Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið

  • lau. 18. maí

    Lítil hætta
  • sun. 19. maí

    Lítil hætta
  • mán. 20. maí

    Lítil hætta

Vorsnjór er til fjalla, almennt einsleitur og stöðugur. Útivistarfólk í bröttum brekkum með mjúkum blautum snjó gæti þó sett af stað vot lausasnjóflóð.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Útivistarfólk í bröttum brekkum með mjúkum blautum snjó gæti þó sett af stað vot lausasnjóflóð, einkum síðdegis á hlýjum og sólríkum dögum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Lítið er eftir af snjó á láglendi en í fjöllum inn til landsins eru fannir með rökum og einsleitum snjó sem víðast er talinn fremur stöðugur. Útivistarfólk í bröttum brekkum með mjúkum blautum snjó gæti þó sett af stað vot lausasnjóflóð, einkum síðdegis á hlýjum og sólríkum dögum. Ef snjóar í fjöll á sunnudag getur nýi snjórinn bundist illa við þann gamla og myndað þunna óstöðuga fleka.

Nýleg snjóflóð

Engar tilkynningar um nýleg snjóflóð.

Veður og veðurspá

Hæglætisveður á laugardag og hiti yfir frostmarki. Bætir í vind úr austri á sunnudag með rigningu, en mögulega slyddu/snjókomu í efstu fjöll. Hlýrra á mánudag og einhver væta.

Spá gerð: 17. maí 14:53. Gildir til: 20. maí 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica