Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • lau. 18. maí

    Nokkur hætta
  • sun. 19. maí

    Nokkur hætta
  • mán. 20. maí

    Nokkur hætta

Snjókoma til fjalla um helgina og gætu myndast vindflekar í flestum viðhorfum. Veikleikar gætu myndast milli nýja snjósins og eldri vorsnjós. Vot snjóflóð gætu fallið á mánudag með hlýnandi veðri.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindflekar gætu myndast í flestum viðhorfum um helgina.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Um helgina snjóar til fjalla og er líklegt að nýi snjórinn muni ekki bindast vel við eldri einsleitan vorsnjó fyrst um sinn. Vindflekar gætu myndast í flestum viðhorfum. Fólk á ferð til fjalla getur sett af stað flóð í miklum bratta. Vot flóð gætu fallið á mánudag með hlýnandi veðri.

Nýleg snjóflóð

Vott lausaflóð féll undan sleðamanni í Ytrafjalli í Ólafsfirði, föstudaginn 10 maí.

Veður og veðurspá

Breytilegar áttir og él á laugardag og kalt í lofti. Á sunnudag snýst í A-læga átt með snjókomu til fjalla. Á mánudag er útlit fyrir hlýnandi veður með rigningu.

Spá gerð: 17. maí 15:05. Gildir til: 20. maí 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica