Afkoma Hofsjökuls lítillega jákvæð
Niðurstöður árlegrar haustferðar Veðurstofunnar
Sumarleysing á Hofsjökli var mæld í árlegri haustferð
starfsmanna Veðurstofunnar 7.–10. október sl. Var þá lesið af stikum, sem
boraðar voru í jökulinn í vorferð um mánaðamótin apríl–maí. Veður var með besta
móti í haustferðinni, talsvert nýsnævi á jöklinum og vélsleðafæri gott. Gekk
því greiðlega að komast til mælinga í öllum stikum á Sátujökli, Þjórsárjökli og
Blágnípujökli auk þess sem mælt er á tveim stöðum á Blautukvíslarjökli.
Bergur Einarsson og Vilhjálmur Kjartansson við stikuleit á Blautukvíslarjökli. Gula leitartækið greinir merki frá örflögu á kafi í snjó. Slíkar flögur eru festar efst á 6 m langar leysingarstikurnar. Toppur stikunnar í gryfjunni var 5 cm undir yfirborði snævarins og fannst hún því eftir stutta leit. (Ljósmynd: Þorsteinn Þorsteinsson)
Kortið sýnir mælipunkta á Hofsjökli og ísasvið Nr. 1-18. Mælingar á Sátujökli miðast aðallega við ísasvið 10 og 11, á Þjórsárjökli við ísasvið 16 og 17 og á Blágnípujökli við ísasvið 5. Einnig er nú mælt í tveim punktum neðarlega á Blautukvíslarjökli (ísasvið 3). Þrír rauðlitaðir punktar við jaðar jökulsins eru nú aflagðir vegna hörfunar jökuljaðars. Gulleitu ferlarnir sýna mörk vatnasviða.
30 ára mæliröð
Afkoma ofangreindra ísasviða á Hofsjökli hefur nú verið mæld árlega í 30 ár og nýtast þau gögn einnig til að áætla afkomu alls jökulsins. Á árabilinu 1988–1993 skiptust á jákvæð ár og neikvæð, en á 21 árs tímabili 1994–2014 var afkoma neikvæð á hverju ári. Rýrnaði jökullinn þá að jafnaði um 1,2 m árlega. Jökulárið 2014–2015 var vetur snjóþungur og sumar svalt og bættist þá verulega á jökulinn, en árin 2015–2016 og 2016–2017 rýrnaði hann á ný. Afkomutölur eru gefnar upp í vatnsgildi, þ.e. þykkt vatnslags sem fram kæmi ef snjór og ís sem tapast (eða bætist við) væri bræddur og dreift jafnt yfir jökulinn.
Vetrarafkoma
Sumarafkoma
Ársafkoma
Nú má gera dæmið upp: Ársafkoma = Vetrarafkoma + Sumarafkoma= 1,8 + (–1,4) = +0,4 metrar. Þetta er þó ekki endanleg tala því samanburðurvið rúmmálsbreytingar jökulsins frá 1986, sem reiknaðar hafa verið út fráhæðarlíkönum, bendir til að hinar árlegu stikumælingar vanmeti rýrnunjökulsins. Helsta ástæðan er sú tilviljun að sumar stikur hafa frá upphafiverið staðsettar þar sem snjósöfnun er tiltölulega mikil og vetrarafkoman þvíofmetin. Sjá umfjöllun í þessari skýrslu. Að leiðréttingu lokinni er niðurstaðan sú að afkoma Hofsjökuls2017–2018 hafi verið +0.1 m, þ.e.lítillega jákvæð. Óvissa í endanlegri tölu nemur þó um ±0,2 m þannig að jökullinnvar mjög nærri jafnvægi þetta árið.
Jákvæð
afkoma hefur mælst tvö af síðustu fjórum árum
Línuritið sýnir samhengi milli sumarafkomu Sátujökuls og meðalsumarhita á Hveravöllum á tímabilinu 1988–2017. Má af því ráða að 1°C lækkun meðalsumarhita (maí–sept.) leiði til þess að leysing minnki um tæplega 0,5 m að vatnsgildi og bæti að sama skapi við ársafkomu.