Fréttir

mynd

Vöktun Öræfajökuls - staðan 22. desember 2017 - 22.12.2017

Náttúruvárvöktun við Öræfajökul hefur verið bætt umtalsvert síðan í haust þegar skjálftavirkni jókst í eldstöðinni og töluverðrar jarðhitavirkni varð vart í miðri öskjunni.

Lesa meira
Ljósmynd

Tíðarfar í nóvember 2017 - 2.12.2017

Nóvember var kaldur og sker sig nokkuð úr öðrum mánuðum ársins, sem flestir hafa verið hlýir. Norðanhvassviðri gekk yfir landið dagana 21. til 24. nóvember sem olli þó nokkru fannfergi norðan og austanlands. Færð spilltist víða. 

Lesa meira
ljosmynd

Snjóflóð féllu i síðustu viku - 27.11.2017

Í veðrinu sem gekk yfir norðurhluta landsins í síðustu viku féllu mörg snjóflóð, einkum á norðanverðum Vestfjörðum og á Tröllaskaga. Snjóflóð lokuðu vegum og nokkuð stórt snjóflóð féll á varnargarðinn Stóra-Bola sem er leiðigarður undir Strengsgili á Siglufirði.

Lesa meira
kápur

Almennar upplýsingar um Öræfajökul - 22.11.2017

Veðurstofan hefur tekið saman nokkuð af upplýsingum um Öræfajökul og gert  aðgengilegar hér á vefnum. Um er að ræða stutta umfjöllun um eldstöðina og kynningu á nýlegum rannsóknum ásamt algengum spurningum og svörum við þeim.

Lesa meira
ljósmynd

Niðurstöður úr gögnum - 20.11.2017

Enn er verið að vinna úr gögnum og sýnum sem safnað var um helgina vegna breytinganna á yfirborði Öræfajökuls.  Áætlað er að setja upp síritandi mælitæki næstu daga.

Lesa meira
ljósmynd

Frá stöðufundi um Öræfajökul - 18.11.2017

Í kvöld, laugardag 18. nóvember, var haldinn stöðufundur á Veðurstofunni um Öræfajökul. Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskólans og Veðurstofunnar ásamt fulltrúum almannavarna flugu yfir Öræfajökul í dag.

Lesa meira
ljósmynd

Ketill í Öræfajökli - 17.11.2017

Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku.  Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli.

Lesa meira
Vatn

Málþing á 70 ára afmæli vatnamælinga - 16.11.2017

Veðurstofa Íslands og Íslenska vatnafræðinefndin munu fagna 70 ára afmæli kerfisbundinna vatnamælinga fimmtudaginn 23. nóvember á málþingi um vatnamælingar og tengd málefni. Málþingið verður haldið í sal Veðurstofunnar að Bústaðavegi 7. Það hefst kl. 14:30 og stendur til kl. 17:00.

Lesa meira
árfarvegur

Jarðhitavatn í Jökulsá á Fjöllum kemur undan Dyngjujökli - 13.11.2017

Töluvert vatn kemur undan Dyngjujökli í hefðbundinn farveg Jökulsár á Fjöllum vestan Kverkfjalla. Sennilega á jarðhitavatnið, sem mælst hefur í ánni undanfarnar vikur, upptök vestar í Vatnajökli, hugsanlega í Bárðarbungu þar sem jarðhiti hefur aukist undanfarin misseri. 

Lesa meira
vhm 102

Rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum stöðug - 8.11.2017

Undanfarnar vikur hefur rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum farið hækkandi. Handmælingar staðfesta sjálfvirk mæligildi. Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu í morgun, 8. nóvember, með fulltrúum Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og fóru yfir stöðuna.

Lesa meira
mælir og landslag

Tíðarfar í október 2017 - 2.11.2017

Tíðarfar var hagstætt í október. Óvenju hlýtt var og hiti vel yfir meðallagi í öllum landshlutum. Fremur þurrt var á vestanverðu landinu en úrkomumeira á Austfjörðum og Suðausturlandi. Vindur var hægur. 

Lesa meira
jökull

Nýir jarðskjálftamælar við Öræfajökul - 1.11.2017

Þrjár nýjar jarðskjálftamælistöðvar voru settar upp við Öræfajökul í október til þess að efla eftirlit með auknum fjölda skjálfta undir jöklinum. Þessi fjölgun mæla eykur næmni jarðskjálftakerfisins. Þetta þýðir að nú mælast fleiri skjálftar en áður á stærðarbilinu 0 til 1. Ennfremur minnkar óvissa í staðsetningum skjálftanna.

Lesa meira
Litakóðar

Nýtt viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands - 31.10.2017

Þann 1. nóvember mun Veðurstofan taka í notkun nýtt viðvörunarkerfi. Með því er leitast við að auka þjónustu við almenning og hagsmunaaðila. Helstu breytingar í útgáfu viðvarana verða þær að nýja kerfið tekur meira tillit til aðstæðna hverju sinni. Kerfið hefur verið kynnt helstu hagsmunaaðilum og verður kynnt fjölmiðlum á morgun, 1. nóvember.

Lesa meira
vindmyllur

Lokaskýrsla ICEWIND verkefnisins - 25.10.2017

Lokaskýrsla ICEWIND verkefnisins er komin út, samnorræns verkefnis um vindorku á köldum svæðum 2010–2014, sem styrkt var af Norræna orkusjóðnum. Því var stýrt af vindorkudeild danska tækniháskólans DTU og íslenskir þátttakendur voru Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands, Landsvirkjun og Landsnet. Íslenski hlutinn fjallaði um ísingu og kortlagningu svæða þar sem gera mætti ráð fyrir ísingarvanda, og um kortlagningu vindauðlindarinnar og samþættingu vindorku og vatnsorku.

Lesa meira
Arctic Circle

Veðurstofa Íslands á hringborði Norðurslóða 2017 - 17.10.2017

Ráðstefnan „Arctic Circle 2017“ var haldin í Hörpu síðastliðna helgi (13.-15. okt.). Um 2000 þátttakendur frá 50 löndum sóttu þetta árlega þing, sem nú var haldið í Reykjavík í fimmta sinn. Veðurstofan var þar með málstofu um helstu niðurstöðum nýrrar skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi.

Lesa meira
Esja

Skaflinn í Gunnlaugsskarði - 16.10.2017

Þessi mynd af Gunnlaugsskarði í Esju tekin í dag af svölum Veðurstofuhússins. Gránað hefur í Esjuna og farið að fjúka í litla skafla í efstu brúnum. Engu að síður sést enn móta fyrir gömlum snjósköflum efst í Gunnlaugsskarði.

Lesa meira

Aðalritari Alþjóða-veðurfræðistofnunarinnar: Ísland gegnir hlutverki á norðurheimsskautssvæðinu - 13.10.2017

Aðalritari Alþjóðaveðurfræði-stofnunarinnar, Dr. Petteri Taalas heimsótti Veðurstofuna 12. október, en hann var á landinu til þess að taka þátt í ráðstefnunni Arctic-Circle 2017 í Reykjavík. Dr. Taalas var forstjóri finnsku veðurstofunnar um nokkurt árabil og tók við núverandi starfi árið 2016. Hann hefur verið leiðandi í norrænu samstarfi veðurstofanna, NORDMET og hefur haldið mikilvægi starfs okkar hátt á lofti á alþjóðavísu.

Lesa meira
snjóflóðavarnargarður

Alþjóðlegur dagur hamfaraminnkunar 13. október 2017 – Örugg heimili - 13.10.2017

Árið 1989 tilnefndu Sameinuðu Þjóðirnar 13. október Dag hamfaraminnkunar (International Day for Disaster Reduction). Þetta er í 28. sinn sem þessi dagur er nýttur til þess að vekja athygli á aðgerðum, aðferðum og viðbúnaði til að draga úr áhrifum hamfara á jarðarbúa og því sem er hægt að gera til þess að auka getu samfélaga til að takast á við hamfarir.

Lesa meira
flugvél

Rannsóknarflugvél mælir gas - 10.10.2017

Vikuna, 2.-6. október var breska rannsóknarflugvélin FAAM (Facility for Airborne Atmospheric Measurements) hér á  landi við mælingar á gasi frá íslenskum eldfjöllum. Áhersla var lögð á Kötlu auk hefðbundinna veðurmælinga. Mæliflugin eru hluti af breska VANAHEIM verkefninu. Lesa meira
Einhyrningsflatir

Tíðarfar í september 2017 - 3.10.2017

September var hlýr og úrkomusamur mánuður, óvenju hlýtt og blautt var á austanverðu landinu. Mjög hlýir dagar voru í byrjun mánaðarins og svo aftur um hann miðjan, þá sérstaklega norðaustan- og austanlands þar sem hiti fór víða vel yfir 20 gráður og allmörg hitamet voru slegin. Sunnan- og austanáttir voru ríkjandi. Mikil úrkoma í lok mánaðar og hlýindi til fjalla ollu miklum vatnavöxtum á Suðaustur- og Austurlandi. Mikið tjón hlaust af flóðum og skriðuföllum á þessum svæðum. 

Lesa meira
Skriða

Hætta á jarðvegsskriðum - 29.9.2017

Undanfarna daga hefur rignt mikið á Suðausturlandi og Austurlandi og flóð hafa valdið vandræðum víða. Skriður hafa fallið á nokkrum stöðum. Spáð er áframhaldandi rigningu á svæðinu fram á laugardagskvöld. Jafnvel þótt úrkoma sé ekki eins mikil og síðustu daga er hætt við að fleiri jarðvegsskriður falli vegna þess hversu blautur jarðvegurinn er fyrir.

Lesa meira

Vatnavextir og skriðuhætta - 28.9.2017

Spáð er áframhaldandi rigningu með hléum á Austurlandi næstu daga. Við þessar aðstæður getur jarðvegur orðið gegnsósa sem eykur líkur á skriðum, jafnvel utan hefðbundinna skriðusvæða.

Lesa meira
Brú yfir Lagarfljót 2002

Tilkynning vegna vatnavaxta á Fljótsdal - 28.9.2017

Vatnshæð og rennsli í ám á Suður- og Austurlandi náði hámarki í gær. Mælar við Lagarfljóti sýna hins vegar að hæg bylgja gengur niður fljótið og vatnsborðið er en að hækka þar. Því er hætt er við að flæði yfir veginn milli Egilsstaða og Fellabæjar.

Lesa meira
Hamarsfjörður

Mikil flóð á Austurlandi - 27.9.2017

Miklir vatnavextir eru nú í ám og lækjum á Austurlandi og Suðausturlandi og hækkað vatnsborð í Fljótsdal. Starfsmenn Veðurstofunnar vinna að því að skrá og safna upplýsingum um atburðinn.

Lesa meira
Sandvatn

Tíðarfar í ágúst 2017 - 1.9.2017

Hiti var í svalara lagi á landinu í ágúst. Veður var þó almennt gott. Hægviðrasamt var um land allt og úrkoma var minni en í meðallagi að Norðurlandi undanskildu. Sólskinsstundir voru vel yfir meðallagi suðvestanlands.

Lesa meira

Sköpunarsaga samkomulags um vernd hafsins - 11.8.2017

Nýlega kom út bókin Undrið litla: Stokkhólmssamningurinn og baráttan gegn POPs – sköpunarsaga eftir Davíð Egilson. Hún fjallar um átta ára samningaviðræður sem snerust um að alþjóðasamfélagið dragi úr losun þrávirkra lífrænna efna. Íslendingar áttu þar drjúgan hlut að máli.

Lesa meira
Eyjafjörður

Tíðarfar í júlí 2017 - 1.8.2017

Tíðarfar var almennt hagstætt í júlí. Hlýtt var um meginhluta landsins, helst að svalt þætti suðvestanlands fram eftir mánuði. Úrkoma var víðast hvar minni en í meðalári.

Lesa meira
rafleiðni

Hlaup í Múlakvísl yfirstaðið - 31.7.2017

Jökulhlaupið í Múlakvísl á Mýrdalssandi er yfirstaðið. Rafleiðni hefur lækkað og er við eðlileg mörk, en fólk er hvatt til þess að sýna aðgát við upptök árinnar vegna mögulegs gasútstreymis.

Lesa meira
Múlakvísl

Jökulhlaupi í Múlakvísl - 29.7.2017

Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi hækkað jafnt og þétt og náði 580 μS/cm aðfararnótt 29. júlí. Mikið rennsli er í ánni samkvæmt viðbragðsaðilum á vettvangi og vatnamælar við jökulinn gefa skýrt til kynna að hlaup stendur yfir. Veðurstofan fylgist grant með þróuninni.

Lesa meira
Ljósmynd

Tíðarfar í júní 2017 - 4.7.2017

Tíðarfar var nokkuð hagstætt í júní. Hiti var þó í svalara lagi miðað við meðaltal síðustu 10 ára en yfir meðallagi á flestum stöðum sé miðað við tímabilið 1960-1990. Úrkoma var vel yfir meðallagi á Austurlandi. Sólskinstundir voru mjög fáar norðanlands og hafa sólskinstundir ekki verið færri í júní á Akureyri síðan 1972, þá voru þær jafnfáar og nú en enn færri 1968. 

Lesa meira
Landslag

Flóðbylgjur á Íslandi - 27.6.2017

Nokkuð hefur verið rætt um berghlaup á Íslandi í kjölfar flóðbylgju sem gekk yfir þorp á vesturströnd Grænlands eftir að stórt berghlaup féll í sjó fram 17. júní sl. Talið er að stór skriða eða berghlaup falli í sjó fram einu sinni til tvisvar á hverju árþúsundi hér á landi þótt ekki séu heimildir um það á sögulegum tíma. Ofanflóðavakt Veðurstofunnar fylgist með ofanflóðahættu í byggð og gefur út viðvaranir eða tilkynningu um rýmingu ef hætta er talin geta skapast. Á nokkrum stöðum á landinu er fylgst með hreyfingu jarðlaga eða sprungum í berggrunni.

Lesa meira
skriða

Skriða úr Þófalæk á Seyðisfirði - 24.6.2017

Skriða féll úr Þófalæk á Seyðisfirði síðastliðna nótt og lenti á tveimur húsum. Þófalækurinn er þekktur skriðufarvegur og þar varð mannskætt slys árið 1950 þegar 5 manns fórust er skriða lenti á húsi ofan við veg. Skriðan sem féll í nótt átti upptök ofarlega í fjallinu og flutti með sér stór björg.

Lesa meira
veðurspá

Hvessir á hjólreiðafólk - 22.6.2017

Búast má við hvassviðri eða stormi austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum undir hádegi á morgun, föstudag, með mjög hvössum vindhviðum við fjöll (30-35 m/s). Því er ekki ráðlegt fyrir hjólreiðafólk og farartæki sem taka á sig mikinn vind að ferðast á þessu svæði á morgun.

Lesa meira
vísindagögn

Tekið á móti vísindagögnum - 20.6.2017

Veðurstofan tók á dögunum við vísindagögnum frá Dr. Richard S. Williams, Jr., jarðfræðingi, sem munu koma að notum við rannsóknir á ýmsum sviðum náttúruvísinda. Dr. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur tók á móti sendinunni, sem kom á fjórum vörubrettum.

Lesa meira
Ljósmynd af öskudreifingu

Reikningar á sand- og öskufoki, námsstyrkur - 7.6.2017

Meistaranema býðst styrkur til rannsókna sem felast í að bætta reikninga á orsökum sand- og öskufoks í dreifingarlíkönum. Verkefnið er hluti af stærra verkefni sem kallast "Changes in the health effects impact of aerosol particles and natural source material following volcanic eruptions" og er unnið í samvinnu Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og UK Met Office.

Lesa meira

Tíðarfar í maí - 2.6.2017

Maí var óvenju hlýr og hiti vel yfir meðallagi. Sérlega hlýtt var fyrstu vikuna og aftur í kringum þ. 21. Víða var úrkoma í meira lagi. Gróður tók vel við sér. Lesa meira
Á Hofsjökli

Þrjátíu ára mæliröð vetrarákomu á Hofsjökul - 24.5.2017

Starfsmenn Veðurstofu Íslands mældu nýverið vetrarákomu á Hofsjökul. Að þessu sinni var um tímamótaleiðangur að ræða því nú var farið til mælinga á þykkt vetrarsnævar á jöklinum í þrítugasta sinn. Oft er miðað við 30 ára meðaltöl í veðurfars- og vatnafræðirannsóknum og einnig þegar kannaðar eru langtímabreytingar á afkomu jökla. Mæliröðin frá Hofsjökli er sú fyrsta hér á landi sem nær þeirri tímalengd.

Lesa meira
Skýjamynd

Tíðarfar í apríl 2017 - 2.5.2017

Aprílmánuður var úrkomusamur á landinu, sérstaklega þó vestan- og norðvestanlands þar sem úrkoma var meiri en um áratugaskeið. Hiti var aftur á móti nærri meðallagi. Veður var lengst af meinlítið og tíð fremur hagstæð þó gróðri færi lítt fram.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2017 - 3.4.2017

Tíð var lengst af hagstæð og samgöngur greiðar. Hiti var nærri meðallagi, en úrkoma heldur minni en venja er í flestum landshlutum nema sums staðar austanlands. Vindar voru talsvert hægari en oftast er í marsmánuði.

Lesa meira
Svinafellsjoll

Áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi - 28.3.2017

Ársfundur Veðurstofunnar verður haldinn á fimmtudaginn 30. mars. Þema fundarins er áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi. Áhrifa loftslagsbreytinga gætir víða á Íslandi. Í hafinu, í lífríkinu, á jöklunum og víðar greinum við breytingar, þó ekki í veðrinu segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslagsrannsókna á Veðurstofunni og einn ræðumanna.

 Upptaka af fundinum. 

Lesa meira

Alþjóðlegi veðurdagurinn 2017 - 23.3.2017

Ár hvert heldur Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) alþjóðlega veðurdaginn. Árið 2017 er dagurinn tileinkaður skýjum og skilningi okkar á þeim.

Í dag gefur Alþjóðaveðurfræðistofnunin út nýjan Skýjaatlas. Síðast kom út ný útgáfa af þessu merka riti WMO árið 1987 en atlasinn á sér rætur allt til 19. aldar þegar Luc Howard sendi frá sér ritgerðina „An essay on the modification of clouds“ árið 1803.
Lesa meira
UNESCO 2017

Dagur vatnsins 22. mars - 22.3.2017

Hinn 22. mars er alþjóðlegur dagur vatnsins, tileinkaður umræðu um vatn og verndun vatnsauðlindarinnar. Vatn er ómetanleg auðlind, forsenda lífs og þeirra lífsskilyrða. Í ár er dagurinn helgaður fráveituvatni og í dag birtir Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) ástandsskýrslu um vatn.

Lesa meira
Hafnarskógur

Tíðarfar í febrúar 2017 - 2.3.2017

Febrúarmánuður var hlýr og vætusamur. Einkum var hlýtt á norðan- og austanverðu landinu og vætusamt um sunnan- og vestanvert landið. Úrkoma var flesta daga á sunnan- og vestanverðu landinu og snjólétt um allt land þar til kyngdi niður snjó við Faxaflóa aðfaranótt þ. 26.

Lesa meira
Eldgos í Holuhrauni

Hvert er viðhorf þitt til eldfjalla? - 28.2.2017

Veðurstofa Íslands og King‘s College í London standa nú sameiginlega að könnun á viðhorfi til eldfjalla. Verkefnið er hluti af samvinnuverkefni þessara stofnana og hefur tvíþætt markmið: að kanna skoðanir Íslendinga og ferðamanna á gosinu í Holuhrauni 2014–2015 og meta almennt viðhorf til eldfjalla og eldvirkni á Íslandi.

Lesa meira
Vedur 23 februar 2017

Varað við mjög slæmu veðri - 23.2.2017

Veðurstofa Íslands vekur athygli á að mjög slæmu veðri er spáð á morgun, föstudaginn 24. febrúar. Búast má við að vindhraði nái víða 20-28 m/s á sunnan- og vestanverðu landinu eftir hádegi á morgun, ásamt mjög hvössum vindhviðum, allt að 40 m/s.

Lesa meira
ArcticDem

Nýtt landlíkan fyrir Ísland – ArcticDEM - 6.2.2017

Í september 2015 tilkynntu Bandaríkjamenn að þeir stefndu að smíði landlíkans fyrir allt yfirborð lands norðan 60°N. Verkefnið fékk nafnið ArcticDEM og skyldi því lokið á meðan Bandaríkjamenn færu fyrir Norðurskautsráðinu. Verkefnið byggist á samstarfi margra bandarískra stofnana og ytri samstarfsaðila, þar á meðal Veðurstofuna. Fyrstu afurðirnar sem þekja Ísland eru nú aðgengilegar á netinu án endurgjalds.

Lesa meira
Skjáskot

Mat á snjóflóðaaðstæðum til fjalla - 6.2.2017

Í kjölfar slyss sem varð í Esju um helgina hefur verið fjallað um mat Veðurstofunnar á snjóflóðaaðstæðum til fjalla. Spurt er af hverju Veðurstofan meti ekki aðstæður og spái fyrir um snjóflóðahættu á fleiri stöðum en nú er gert, t.d. fyrir nágrenni höfuðborgarsvæðisins þar sem flestir búa og margir eru á ferð í fjalllendi.

Lesa meira
Glitský

Tíðarfar í janúar 2017 - 1.2.2017

Tíð var lengst af hagstæð og samgöngur greiðar. Fremur hlýtt var í veðri og með snjóléttara móti á láglendi. Úrkoma var ekki fjarri meðallagi. Minna var um illviðri en venjulegt er á þessum tíma árs.

Lesa meira
Árshiti í Stykkishólmi

Hlýjasta árið í Stykkishólmi frá upphafi mælinga - 31.1.2017

Saga samfelldra veðurathugana í Stykkishólmi nær 171 ár aftur í tímann eða til haustsins 1845. Mæliröðin er lengsta órofa mæliröð á Íslandi. Með því að nota slitróttari mælingar annarsstaðar af landinu má meta hver árshiti í Stykkishólmi var líklega á tímabilinu 1798 til 1845. Slíkt mat er auðvitað óáreiðanlegra en mæligögn frá staðnum, en áhugavert til samanburðar.

Lesa meira
.

Kortlagning íslenskra eldfjalla, kynning vefsjár - 27.1.2017

Vefsjá með upplýsingum um íslensk eldfjöll verður kynnt opinberlega fimmtudaginn 2. febrúar n.k. Kynningin fer fram á Veðurstofunni, Bústaðavegi 7 í Reykjavík, í samstarfi Veðurstofunnar, Jarðvísindastofnunar Háskólans og Almannavarna Ríkislögreglustjóra.

Lesa meira
Margrét Þórhildur

Danadrottning um veðurstofur og ofurtölvu - 26.1.2017

Danadrottning nefndi traust milli stofnana á Íslandi og í Danmörku og ofurtölvu dönsku veðurstofunnar (DMI) í ræðu sinni í veislu með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Tölvan er hýst hjá Veðurstofunni.

Lesa meira
Grace

Íslensku jöklarnir vigtaðir utan úr geimnum - 25.1.2017

Afkomumælingar Jarðvísindastofnunar Háskólans og Veðurstofunnar sýna að íslenskir jöklar hafa hopað og þynnst jafnt og þétt síðan 1995 sem nemur um 10 km³ íss á ári að meðaltali. Þessi rýrnun  veldur aflögun þyngdarsviðs jarðar nærri Íslandi sem kemur fram í mælingum þýsk/bandarískra gervihnatta.

Lesa meira
Norðurljós á Jökuldal

Tíðarfar ársins 2016 - 20.1.2017

Árið 2016 var sérlega hlýtt hér á landi. Við Breiðafjörð og á Vestfjörðum var það hlýjasta ár frá því að mælingar hófust og í hópi þeirra hlýjustu í öðrum landshlutum. Hiti fyrstu tvo mánuðina var þó nærri meðallagi en haustið sérlega hlýtt. Vindar voru með hægara móti. Fremur þurrt var um tíma, frá því síðla vetrar og fram á sumar, en haustið óvenjuúrkomusamt, sérstaklega um landið sunnanvert.

Lesa meira
Sólarupprás 24.12.2016

Tíðarfar í desember 2016 - 3.1.2017

Tíð var lengst af hagstæð og samgöngur greiðar nema fáeina daga undir lok mánaðar. Óvenjuhlýtt var í veðri og um austanvert landið var mánuðurinn sums staðar sá hlýjasti frá upphafi mælinga og í hópi þeirra hlýjustu um land allt. Úrkomusamt var og dimmt.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica