Fréttir

Ársfundur Veðurstofu Íslands 2021

"Brú milli vísinda og samfélags" er yfirskrift fundarins sem haldinn verður miðvikudaginn 5. maí.

3.5.2021

Yfirskrift fundarins er "Brú milli vísinda og samfélags - Leiðin til aðlögunar vegna loftslagsbreytinga"

Loftslagsbreytingar eru náttúrúvá og mesta áskorun sem samfélagið stendur frammi fyrir. Á sama hátt og við bregðumst við þegar náttúruvá á borð við eldgos á Reykjanesskaga dynur yfir, þarf samfélagið að beita réttum aðgerðum við að takast á við loftslagsbreytingar. Þær aðgerðir þurfa að byggja á vísindalegum grunni sem myndar “brú milli vísinda og samfélags” og eykur getu okkar til að takst á við áskoranir af völdum loftslagsbreytinga.

Á ársfundinum verður farið yfir þær áskoranir sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir þegar kemur að áhrifum loftslagsbreytinga og kynnt fyrstu skrefin til að styrkja þessa brú milli vísinda og samfélags í gegnum nýjan samstarfsvettvang fjölmargra stofnanna og hagaðila undir forystu Veðurstofu Íslands.

Hlekkur á dagskrána: https://events.bizzabo.com/306453/agenda

Ársfundurinn er fjarfundur og verður streymt. Fundurinn er haldinn miðvikudaginn 5. maí og hefst kl. 9 og lýkur kl. 10.30.

Hlekkur á streymið:

https://player.vimeo.com/video/527314995





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica