Fréttir

hvítt ljós og litarendur sjást í myrkri
© Veðurstofa Íslands
Ósontæki Veðurstofu Íslands, Dobson 50, var endurnýjað í Hohenpeissenberg í júní 2007. Tækið kom til Reykjavíkur árið 1957 og síðan þá er til nær óslitin mæliröð af ósoni. Tækið, Dobson 50, þykir óvenjugott eintak. Það var flutt til Þýskalands í maí 2007 og skipt um rafbúnað í því. Í Hohenpeissenberg var tækið borið saman við Dobson 64 sem er alþjóðlegt viðmiðunartæki.Hér sést litróf kvikasilfurslampa eftir að það hefur verið speglað gegnum hægri prismuna. Þannig er hægt að velja afmarkaðar öldulengdir sólarljóss.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica