Fréttir
Eldgos í Holuhrauni
Holuhraun 2014-2015

Hvert er viðhorf þitt til eldfjalla?

28.2.2017

Veðurstofa Íslands og King‘s College í London standa nú sameiginlega að könnun á viðhorfi til eldfjalla. Verkefnið er hluti af samvinnuverkefni þessara stofnana og hefur tvíþætt markmið: að kanna skoðanir Íslendinga og ferðamanna á gosinu í Holuhrauni 2014–2015 og meta almennt viðhorf til eldfjalla og eldvirkni á Íslandi.

Þessi könnun er hluti af alþjóðlegu samstarfi sem miðar að því að skilja viðhorf fólks til eldfjalla og áhættu vegna eldgosa. Hún tekur til bæði íbúa landsins og ferðamanna og hjálpar okkur til að skilja hvernig fólk nýtir upplýsingar þegar eldgos verður, hvers konar aðstoð það vill fá og hvaða eignir það metur mest. Við munum einnig skoða hvernig fólk túlkar áhættu og traust og hvað eldfjöll merkja fyrir Ísland! Við vonum að könnunin veiti okkur upplýsingar og  innsýn sem stuðlar að góðri áhættustjórnun vegna eldvirkni á Íslandi og víðar, og þökkum fyrirfram fyrrir góða móttökur.

Svara spurningalista

Hægt er að svara á íslensku og ensku. Könnunin er nafnlaus og fyllsta trúnaðar er gætt.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica