Fréttir
Jarðskjálftayfirlit 15. - 21. október 2007
Í vikunni voru staðsettir 307 jarðskjálftar. Flestir urðu frá föstudegi til sunnudags. Ástæðan var hrina sem hófst aðfaranótt föstudags við Herðubreiðartögl.
Stærsti skjálfti vikunnar varð að morgni þess 19. og var hann 3,1 stig að stærð og varð á fyrrnefndu svæði.