Fréttir
Rigningarpollur utan í snjóskafli
Hláka, vatnspollur og snjóskafl í febrúar 2008.
1 2 3

Páskaveðrið 2008

14.3.2008

Nú styttist í páskahelgina og er þeirri spá, sem hér er birt, ætlað að draga upp grófa mynd af veðri um páskana. Hafa ber í huga að spár svo langt fram í tímann geta verið óáreiðanlegar, nákvæmni þeirra eykst þegar nær dregur. Þessi spá er byggð á spálíkani ECMWF í dag en verður endurskoðuð mánudaginn 17. mars.

skírdagur (20.03.08):
Útlit fyrir stífa norðanátt sem gengur niður þegar líður á daginn. Reikna má með ofankomu norðanlands sem dregur úr seinni partinn. Bjartviðri í öðrum landshlutum. Þar sem sólar nýtur við mun hiti fara yfir frostmark yfir hádaginn, annars frost.

föstudagurinn langi (21.03.08):
Snýst í suðvestan og sunnanátt með aðstreymi af tiltölulega hlýju lofti. Nokkuð vinda- og vætusamt á vesturhelmingi landsins, en þurrt austantil og bjart á köflum. Sennilega frostlaust alls staðar síðdegis, nema á norðausturhorninu þar sem hlánar nokkru síðar.

laugardagur (22.03.08):
Útlit fyrir stífa suðlæga átt með votviðri sunnan- og vestanlands, sérstaklega seinni part dags þegar kuldaskil ganga inn á vestanvert landið. Hlýtt á landinu, sérstaklega fyrir norðan þar sem hiti fer án efa yfir 10 stig, gangi spár eftir.

páskadagur (23.03.08):
Suðvestanátt með éljum eða skúrum, en bjartviðri norðaustanlands.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica