Fréttir
Fullt tungl með rosabaug og björtum blettum.
Fullt tungl með rosabaug og björtum blettum, gíl og úlfi, að kvöldi föstudagsins langa.

Tungl í úlfakreppu

30.3.2008

Að kvöldi föstudagsins langa var rosabaugur um fullt tungl ásamt gíl og úlfi en svo nefnast bjartir blettir á baugnum. Slík ljósbrotsfyrirbæri sjást sjaldan vel með tungli en eru algeng með sól.

Þunn skýjabreiða úr sexstrendum ískristöllum veldur ljósbrotinu. Fróðleik um rosabauga og hjásólir má finna hér á vef Veðurstofunnar en á Vísindavefnum má lesa um elstu vísanir í aukasólir, aldir aftur í tímann.

Sjá einnig lýsingar og myndir í Almanaki Háskóla Íslands.

Meðfylgjandi mynd var tekin í Fljótshlíðinni rétt eftir miðnætti en fyrirbærin sáust einnig vel í Reykjavík og eflaust víðar.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica