Fréttir
Kleifarvatn. Jarðhitasvæðið við Lambatanga
Kleifarvatn. Jarðhitasvæðið við Lambatanga

Jarðskjálftayfirlit 5. - 11. maí 2008

14.5.2008

Þann 6. maí varð smáskjálftahrina við Krísuvík. Hrinan byrjaði um miðnætti og lauk rétt fyrir átta um morguninn. Stærstu skjálftarnir mældust um 1,9 stig. Allflestir skjálftarnir urðu á 5 til 7 kílómetra dýpi.
Sömu nótt urðu tveir skjálftar 4,2 að stærð rúmlega fimm hundruð kílómetra NA af Kolbeinsey.
Um kvöldið sama dag fylgdu nokkrir skjálftar í kjölfarið, heldur stærri.
Milli átta og níu um morguninn þennan sama dag urðu þrír skjálftar rúmlega þúsund kílómetra SV af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Sá stærsti var 4,8 stig en hinir tveir 4,5 stig hvor.
Í vikunni allri voru staðsettir ríflega 150 skjálftar á og við Ísland.

Sjá nánar í vikuyfirliti.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica