Fréttir
Jarðskjálfti í mynni Hvalvatnsfjarðar
Klukkan 09:04 þann 17. maí mældist jarðskjálfti, 3,1 að stærð, í mynni Hvalvatnsfjarðar. Upptök skjálftans eru á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu, um 8 km fyrir vestan Flatey á Skjálfanda. Ekki er vitað til að skjálftinn hafi fundist. Jarðskjálftar eru algengir á þessum slóðum. Meðfylgjandi kort sýnir upptök jarðskjálfta sem staðsettir hafa verið úti fyrir Norðurlandi undanfarna daga.