Jarðskjálftayfirlit 19.-25. maí 2008
Þessa vikuna voru 234 skjálftar staðsettir og 6 ætlaðar sprengingar. Það sem hæst bar þessa vikuna var hrina í norðanverðum Þórisjökli.
Aðfaranótt mánudagsins 19. maí hófst hrina smáskjálfta í norðanverðum Þórisjökli, eða rétt suðvestan Prestahnúks. Kl. 09:12 að morgni fimmtudagsins 22. maí varð þar skjálfti að stærð 3,5 en hann var jafnframt stærsti skjálftinn sem mældist á landinu þessa vikuna, og fannst hann í Reykjavík. Í lok vikunnar höfðu mælst 115 skjálftar á svæðinu.
Einnig mældust 9 skjáltar í Skálpanesi, vestan Langjökuls. Skjálftar mælast af og til á þessum slóðum en síðasta stóra hrinan í Þórisjökli varð í júlí 1999 þegar yfir 330 skjálftar voru staðsettir.
Sjá nánar á vikuyfirlitinu.