Lög um Veðurstofu Íslands
Lög um Veðurstofu Íslands voru samþykkt á Alþingi, 135. löggjafarþingi, hinn 30. maí 2008.
Með þessum nýju lögum er starfsemi Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga Orkustofnunar sameinuð.
Forseti Íslands á eftir að staðfesta lögin sem öðlast gildi 1. janúar 2009.
Við gildistöku laga þessara er lögð niður stofnun með sama nafni sem starfrækt hefur verið samkvæmt lögum nr. 30/1985, um Veðurstofu Íslands. Einnig er lögð niður starfsemi vatnamælinga Orkustofnunar, sbr. 3. gr. laga nr. 87/2003, um Orkustofnun.
Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög nr. 30/1985, um Veðurstofu Íslands.