Fréttir
Gervihnattamynd
Gervihnattamynd 24. júní 2008.

Hafísmynd

- og fleiri gervihnattamyndir

25.6.2008

Veðurstofan hóf nýlega að birta fleiri gerðir gervihnattamynda. Gervihnettir mynda jörðina og lofthjúpinn á mörgum bylgjulengdum og fer fjölbreytnin vaxandi.

Mynd 1 hér til hliðar sýnir meðal annars hafísinn milli Grænlands og Íslands. Hún er samsett úr þremur bylgjulengdum en kosturinn við samsettar myndir er sá að endurkast frá ísnum er í einkennandi lit sem greinir hann frá skýjahulunni. Ís endurkastar sjáanlegu og nær-innrauðu ljósi mjög vel.

Myndirnar eru samsettar úr þremur bylgjulengdum ljóss og sjást vel núna, þegar birtutíminn er lengstur, en sumarsólstöður voru síðastliðinn föstudag, 20. júní. Mynd 2 er frá upphafi næsta dags, 21. júní.

Tveir aðalflokkar rása (ákveðið svið bylgjulengda) eru notaðir í gervihnattamyndum - styttri og lengri bylgjulengdir. Styttri bylgjulengdirnar endurkasta að mestu sólarljósi en þær lengri eru á hinn bóginn að mestu leyti útgeislun jarðar og lofthjúpsins. Ekki er hægt að sjá fyrri flokkinn að næturlagi.

Samsett gervihnattamynd.
Samsett gervihnattamynd
Mynd 2. Samsett gervihnattamynd sem sýnir sólstöður 20. -21. júní 2008 (kl. 00:15).

 

Einnig er vakin athygli á öðrum samsettum gervihnattamyndum á vef Veðurstofunnar.

Fólk má gjarnan senda Veðurstofunni athugasemdir um myndirnar.

 





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica