Umsækjendur um stöðu forstjóra Veðurstofu Íslands
Ellefu sóttu um starf forstjóra nýrrar stofnunar sem verður til við sameiningu Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga Orkustofnunar.
Hin nýja stofnun mun bera nafn Veðurstofu Íslands. Umsóknarfrestur rann út 11. júlí síðastliðinn en gert er ráð fyrir að forstjórinn hefji störf hinn 1. ágúst næstkomandi til að undirbúa starfsemi hinnar nýju stofnunar sem tekur til starfa um næstu áramót.
Eftirtaldir sóttu um starfið:
Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu í veðurfræði ehf.
Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur og prófessor við HÍ
Árni Snorrason, forstöðumaður Vatnamælinga Orkustofnunar
Sólveig Þorvaldsdóttir, ráðgjafarverkfræðingur hjá Rainrace ehf.
Steinunn S. Jakobsdóttir, sviðsstjóri Eðlisfræðisviðs Veðurstofu Íslands
Sigrún Karlsdóttir, deildarstjóri Spádeildar Veðurstofu Íslands
Þóranna Pálsdóttir, forstöðumaður Veðursviðs Veðurstofu Íslands
Conny Larsson, dósent í veðurfræði við jarðvísindastofnun Uppsalaháskóla
Sverrir Jensson, sjálfstætt starfandi við rannsóknir í veðurfræði og stærðfræði
Ísak Örn Sigurðsson, sjálfstætt starfandi/ráðgjöf
Hulda Birna Baldursdóttir markaðsstjóri