Fréttir
Jarðskjálfti sunnan Hveragerðis
Jarðskjálfti, 3,2 að stærð, mældist 7 km fyrir sunnan Hveragerði kl. 09:27 í morgun. Skjálftinn var á 4 km dýpi á Kross-sprungunni og fannst í Hveragerði og á Eyrarbakka.
Fyrstu klukkustundirnar á eftir mældust 15 - 20 smáskjálftar á klukkustund og var stærðardreifing þeirra í kringum núll.