Fréttir
Hafís um 70 sjómílur frá Barða
Á gervihnattamyndum frá því í gær (30. október 2008 kl. 13:55), sést að hafís er að finna á Grænlandssundi í rúmlega 70 sjómílna fjarlægð frá Barða.
Hvöss vestlæg átt mun ríkja næstu daga og hrekja ísjaðarinn nær landi. Eru sjófarendur því beðnir um að fara að öllu með gát.
Rétt er að hafa í huga að gervihnattamyndin hér til hliðar gefur hugmynd um hafísröndina en staka jaka og rastir getur verið að finna fyrir utan þá hafísrönd sem teiknuð er inn á myndina.
Frekari upplýsingar og hafístilkynningar er að finna á hafíssíðum Veðurstofunnar.