Fréttir
loftmynd af skriðjökli
Sólheimajökull teygir sig langt til suðurs úr Mýrdalsjökli.

Um bráðnun Sólheimajökuls á NBC

Vísbending um hlýnandi loftslag

25.11.2008

Í síðustu viku var birt viðtal við einn af sérfræðingum Veðurstofu Íslands, Matthew J. Roberts jöklafræðing, á sjónvarpsrásinni NBC.

Viðtalið var tekið á Sólheimajökli og þar segir Matthew m.a.: „Hér allt í kringum okkur eru feikimiklar breytingar að eiga sér stað. Þessi skriðjökull er nánast sýnikennsla í bráðnun og hörfunin er sem nemur lengd fóboltavallar - á hverju ári.“

Viðtalið var birt í stuttum þætti um Ísland á "NBC Today" sem hluti af þáttaröð er nefnist Endimörk jarðar og fjallar um sambúð manns og náttúru víðsvegar um hnöttinn. Nýjustu útgáfu þarf af Adobe Flash Player til þess nota tengilinn.

Ásamt kynningu á íbúum landsins, jarðfræði þess og jarðhita, var fjallað um jöklana sem þekja 11% af flatarmáli þess „en bráðna nú óhugnanlega hratt“.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica