Fréttir

Rekstrarstjóri og mannauðsstjóri

Nýjar stöður á nýrri stofnun

2.12.2008

Ráðið hefur verið í tvær nýjar stöður á hinni nýju Veðurstofu Íslands sem tekur til starfa um áramót.

Borgar Ævar Axelsson
starfsmaður, passamynd
Borgar Ævar er mannauðsstjóri á nýrri Veðurstofu Íslands. Ljósmynd: Snorri Zóphóníasson.

Borgar Ævar Axelsson hefur verið ráðinn mannauðsstjóri. Hann mun vinna að mótun starfsmannastefnu, gerð starfsmannahandbókar og vinnustaðarsamninga. Starfslýsingar og ráðningarsamningar verða á hans hendi, auk umsjónar með úrvinnslu launa og endurmenntun starfsmanna.

Borgar er með sveinspróf í málaraiðn, BA í sálfræði og hefur lokið MBA prófi með áherslu á mannauðsstjórnun. Hann hefur unnið hjá sveitarfélaginu Árborg sem starfsmannastjóri síðastliðið hálft annað ár en vann áður hjá Reykjavíkurborg á sviði mannauðs- og starfsmannamála. Hann hefur þegar hafið störf að hluta til en um áramót mun hann koma til starfa að fullu.

Hafdís Karlsdóttir
starfsmaður, passamynd
Hafdís er rekstrarstjóri á nýrri Veðurstofu Íslands. Ljósmynd: Snorri Zóphóníasson.

Hafdís Karlsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri og mun bera ábyrgð á rekstrar- og fjármálastjórn stofnunarinnar. Hún sér um gerð verkefna- og fjárhagsáætlana og mun halda utan um samninga, fjárhagslegar skuldbindingar og reikningsskil stofunarinnar.

Hafdís hefur starfað sem fjármála- eða rekstrarstjóri hjá fjármálastofnun, við endurskoðun, hjá hugbúnaðarfyrirtæki og víðar. Hún hefur reynslu af starfsmannastjórnun, uppgjörsvinnu, áætlanagerð, kostnaðareftirliti, arðsemisútreikningum og stjórnun upplýsingatæknideilda. Síðast starfaði hún hjá Icebank, Sparisjóðabanka Íslands, sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica