Vorráðstefna Jarðfræðafélags Íslands
Jarðfræðafélags Íslands stendur fyrir opnum ráðstefnum tvisvar á ári fyrir meðlimi jafnt sem áhugasama. Þannig gefur félagið vísindamönnum og nemendum tækifæri til að kynna nýjustu rannsóknir sínar og kynnast rannsóknum annarra. Vorráðstefnan verður að þessu sinni haldin í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, föstudaginn 22. mars 2013 og stendur yfir frá kl 11:00 til 17:15.
Þar verður meðal annars fjallað um samfelldar GPS mælingar á Íslandi og gefið yfirlit um jarðskjálfta á Íslandi árið 2012. Kristín S. Vogfjörð, rannsóknastjóri Veðurstofu Íslands, kynnir samevrópskt netverk jarðvísindalegra innviða sem nefnist EPOS, European Plate Observing System. Fjöldi fræðimanna kynnir verk sín og samstarfsverkefni, sjá dagskrá. Fundarstjóri er Þorsteinn Sæmundsson.
Heiti kynninga er eftirfarandi:
- Mechanics of volcanic systems: Role of deep accumulation of boyant magma in viscoelastic surroundings
- Eem hlýskeiðið í NEEM djúpkjarnanum á NV-Grænlandi
- Jarðfræðikort af Norðurgosbelti 1:100.000. Nýtt kort frá ÍSOR
- Grímsvötn 2011 og stærð Grímsvatnagosa
- Samfelldar GPS mælingar á Íslandi
- Jarðskorpuhreyfingar í kjölfar Ölfusskjálfta 2008
- NordMin - norrænt samstarf á sviði málma og málmvinnslu
- Hversu langt ná gangar eldstöðvakerfanna á Reykjanesskaga?
- Þrívíð túlkun MT viðnámsmælinga frá háhitasvæðinu í Krýsuvík
- EPOS - European Plate Observing System: Samevrópskt netverk jarðvísindalegra innviða
- Jarðfræði Hafrafells í Öræfum - segulstefna bergs, aldursgreiningar, rofsaga og bergbrot af völdum jökla
- Kolefnishringrásin
- Um mælingar á bergsýnum til að finna styrk forn-jarðsegulsviða
- Skriðan í Móafellshyrnu í Fljótum 20. september 2012
- Botngerð Öskjuvatns