Fréttir
Dyngjujökull við framhlaup 1977, upptök Jökulsár á Fjöllum.

Skjálftavirkni enn mikil

21.8.2014

07:04 Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mikil. Líkt og í gær er aðalvirknin bundin við innskotavirknina undir Dyngjujökli, á sömu slóðum og í gær.

Fáeinir skjálftar (grynnri) hafa einnig mælst í Bárðarbungu, líkt og síðustu daga. Stærsti skjálftinn síðasta sólarhringinn varð kl 23:38 í gærkvöld, líklega að stærð um 3,8.

Nýjustu upplýsingar má fá í sérstakri vefgrein.

Sérstök vefsíða hefur verið gerð sem sýnir nýjustu jarðskjálfta í Bárðarbungu.

Langur borði í haus vefsins

Langur borði í haus vefsins inniheldur tengla á það sem er nýjast hverju sinni, meðal annars upplýsingagrein með stöðuskýrslu, þrívíddarmyndbandi og nýjustu tilkynningum.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica