ICEWIND – Opnun íslenska vindatlasins
Opinn kynning á Veðurstofu Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra opnar íslenska vindatlasinn á opnum fundi á Veðurstofu Íslands hinn 25. nóvember 2014 kl. 14 - 16. Möguleikar vindorku á Íslandi verða kynntir og vefsvæði sem hýsir vindatlas fyrir Ísland sýnt.
ICEWIND (Improved forecast of wind, waves and icing) er samnorrænt verkefni um vindorku á köldum svæðum sem unnið var á árunum 2010–2014 og styrkt af Norræna orkusjóðnum. Verkefninu er stýrt af Vindorkudeild í danska tækniháskólanum en þátt taka stofnanir og fyrirtæki á öllum Norðurlöndunum.
Íslenskir þátttakendur eru Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands, Landsvirkjun og Landsnet. Verkefnið er unnið í fjórum vinnupökkum en íslensk þátttaka er mest í tveimur fyrstu (sjá vindorkusíður vefsins). Í öðrum þeirra eru þróaðar spár um ísingu en í hinum er vindauðlindin á Íslandi og nærliggjandi hafsvæðum kortlögð auk þess sem kannað er hvernig vindorka passar inn í íslenska raforkukerfið.
Kynningin verður haldin í móttökusal Veðurstofu Íslands á Bústaðavegi 7. Vakin er athygli á tveimur fyrirlestrum doktorsnema sem tengjast verkefninu en þeir verða fluttir kl. 16 - 17 í Forgarði, fundarherbergi á neðri hæð.
Dagskráin í aðalfundarsal verður send út á vefnum.
Dagskrá í aðalfundarsal
- 14:00 – 14:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpar fundinn og opnar íslenska vindatlasinn
- 14:10 – 14:20 ICEWIND – árangursríkt norrænt samstarf, Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands
- 14:20 – 14:40 Mikilvægi vindorku í hnattrænu samhengi og líkleg þróun vindorku – Icewind verkefnið, Niels-Erik Clausen, DTU Wind Energy
- 14:40 – 15:00 Stutt kynning á íslenska vindatlasinum, Halldór Björnsson, Veðurstofu Íslands
- 15:00 – 15:20 Vindorka á hafsvæðinu umhverfis Ísland, Charlotte Bay Hasager, DTU Wind Energy, og Nikolai Nawri, Veðurstofu Íslands
- 15:20 – 15:40 Landsvirkjun og reynsla þeirra af vindorkuframleiðslu, Úlfar Linnet, Landsvirkjun
- 15:40 – 16:00 Notkun vindatlasins, Kristinn Einarsson, Orkustofnun
Í fyrirlestrasal: erindi doktorsnema
- 16:00 – 16:30 Ísingarvandinn og íslenska orkukerfið, Hálfdán Ágústsson
- 16:30 – 17:00 Högun vindorku í íslenska orkukerfinu, Gunnar Geir Pétursson