Fréttir
Inn við Sveinstind. Skaftá.
1 2
næsta

Flogið og mælt vegna Skaftárhlaups

Brennisteinslykt neðan við Sveinstind

19.6.2015

Þyrla LHG, TF-SYN, flaug með tvo starfsmenn Veðurstofunnar að Skaftá og Skaftárkötlum í gær (18. júní). Flogið var upp eftir farvegi Skaftár og ummerki flóðsins skoðuð. Lent var við Sveinstind og gerðar gasmælingar. Einnig var reynt skoða Skaftárkatla en of lágskýjað var til þess að hægt væri að skoða þá.

Við flugið upp Skaftá fór að bera á hlaupvatni, nokkrum tugkílómetrum ofan Kirkjubæjarklausturs. Brennisteinslykt fór að finnast um 10-15 km neðan við Sveinstind og var hún orðin mjög sterk þar. Gasmælingar við Sveinstind, sem framkvæmdar voru með handmælum um kl 19:45, sýndu styrk H2S mestan um 26 ppm og SO2 um 0,6 ppm. Ekki voru mikil ummerki um umbrot við jökulsporðinn.

Gerðar voru nokkrar tilraunir til að fljúga að Skaftárkötlunum en sökum skýjafars reyndist ekki mögulegt að kanna ummerki þar. Það er þó nokkuð ljóst að hlaupið er úr vestari katlinum. Það má sjá af þróun hlaupsins og stærð þess. Einnig náðist samband við GPS tæki sem komið hefur verið fyrir í eystri katlinum og er hæð íshellunnar þar mjög svipuð og hún var í vetur. Núverandi hæð í miðjum eystri katlinum (18. júní) er rúmlega 1587 m y.s. en í janúar síðastliðnum var hæðin um 1588 m y.s.

Hafa varann á
""
Inn við Sveinstind. Njáll Fannar Reynisson mælir styrk gass niðri við Skaftá vegna jökulhlaupsins. Ljósmynd: Benedikt G. Ófeigsson.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica