Fréttir
Hopmynd

Rannsóknir á eldfjöllum efldust við undirritun EES samningsins fyrir 30 árum

Aukin tækifæri með Evrópusamvinnu

10.5.2024

Árið 2024 eru 30 ár síðan samningur Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var undirritaður sem veitti Íslandi meðal annars aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og aukin tækifæri til samstarfs í Evrópu. Ísland á aðild að fjölmörgum samstarfsáætlunum Evrópusambandsins í gegnum EES samninginn. Þessar áætlanir bjóða upp á tækifæri til samstarfs á fjölmörgum sviðum og hefur hver sínar áherslur og markmið. Veðurstofa Íslands hefur tekið þátt í fjölmörgum slíkum verkefnum. Eitt af stærri samstarfsverkefnum sem stofnunin hefur tekið þátt í og jafnframt leitt er verkefnið EUROVOLC (2018-2021). Verkefnið miðaði að samstarfi og samtengingu evrópskra eldfjallaeftirlits- og rannsóknarstofnanna.

Ávinningur EUROVOLC, sem Evrópusambandið styrkti um 5 milljónir evra og hvers heildarumfang var 6 milljónir evra, mældist m.a. í þróun aðferðafræði og hugbúnaðar, stöðlun og samþættingu bestu starfsvenja (e. standard of best practice) og aukins samstarfs vísindamanna ólíkra stofnanna á sviði eldfjallarannsókna og -vöktunar um alla Evrópu.

Kynning á íslenskri eldfjallavefsjá

Þegar eldsumbrot stóðu yfir í Fagradalsfjalli í miðjum heimsfaraldri, stóð til að verkefnin EUROVOLC og Nordic EPOS (styrkt af Nordforsk) héldu sumarskóla fyrir doktorsnema í eldfjallafræði. Sökum ferðatakmarkanna var ekki unnt að halda skólana en þess í stað sameinuðu verkefnin og aðstandendur þeirra krafta sína til að útbúa faglegt kennsluefni um vöktun eldgosa.  Myndböndin gefa innsýn í heim vísindamanna mismunandi stofnanna sem starfa saman sem ein heild við vöktun íslenskra eldsumbrota. Hér má sjá myndböndin.

EUROVOLC sumarskóli 2021

Vöktun íslenskra eldsumbrota





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica