Tíðarfar í apríl 2018
Stutt yfirlit
Tíðarfar var nokkuð hagstætt í apríl. Hiti var vel ofan meðallags 1961 til 1990. Mánuðurinn var hægviðrasamur og lítið um hvassviðri. Austanáttir voru ríkjandi og fremur úrkomusamt austanlands.
Hiti
Meðalhiti í Reykjavík í apríl var 5,0 stig og er það 2,1 stigi ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en 1,3 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 3,2 stig, 1,6 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 en 0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 3,6 stig og 3,8 stig á Höfn í Hornafirði.
Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.
stöð | meðalhiti °C | vik 1961-1990 °C | röð | af | vik 2008-2017 °C |
Reykjavík | 5,0 | 2,1 | 12 | 148 | 1,3 |
Stykkishólmur | 3,6 | 1,9 | 22 | 173 | 0,8 |
Bolungarvík | 2,6 | 1,8 | 19 | 121 | 0,9 |
Grímsey | 2,2 | 2,2 | 15 | 145 | 0,9 |
Akureyri | 3,2 | 1,6 | 30 til 31 | 138 | 0,6 |
Egilsstaðir | 2,3 | 1,1 | 24 | 64 | 0,4 |
Dalatangi | 2,5 | 1,1 | 21 til 22 | 80 | 0,2 |
Teigarhorn | 3,1 | 0,9 | 40 | 146 | 0,2 |
Höfn í Hornaf. | 3,8 | -0,1 | |||
Stórhöfði | 4,5 | 1,1 | 26 | 142 | 0,6 |
Hveravellir | -1,6 | 1,7 | 13 | 54 | 0,7 |
Árnes | 3,8 | 1,6 | 21 | 138 | 0,9 |
Meðalhiti og vik(°C) í apríl 2018
Að tiltölu var hlýjast vestanlands, jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 1,5 stig á Skrauthólum, Þingvöllum og Ölkelduhálsi. Að tiltölu var kaldast austanlands, neikvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest -0,2 stig við Kárahnjúka.
Meðalhiti mánaðarins var hæstur 5,6 stig í Hvammi undir Eyjafjöllum og 5,5 stig í Surtsey. Lægstur var meðalhitinn á Brúárjökli -3,9 stig. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Möðrudal, -1,1 stig.
Mest frost í mánuðinum mældist -22,8 stig á Brúarjökli þann 6. Mest frost í byggð mældist sama dag í Möðrudal, -20,8 stig. Hæsti hiti mánaðarins mældist 15,9 stig á Bláfeldi.
Úrkoma
Úrkoma í Reykjavík mældist 57,9 mm og er það í meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 23,2 mm sem er um 80% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 61,1 mm og 91,0 mm á Höfn í Hornafirði.
Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 13, einum fleiri en í meðalári. Slíkir dagar voru 6 á Akureyri og er það í meðallagi.
Snjór
Alhvítir dagar voru 3 í Reykjavík og er það jafnt meðallagi áranna 1971 til 2000. Á Akureyri voru alhvítu dagarnir 9 sem er einnig jafnt meðallagi áranna 1971 til 2000.
Sólskinsstundafjöldi
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 138,2 sem er nærri meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældust mældust 111,2 sólskinsstundir, 18,5 færri en í meðalári.
Vindur
Apríl var hægviðrasamur og lítið um hvassviðri. Vindhraði á landsvísu var um 0,4 m/s minni en að meðaltali. Austlægar áttir voru ríkjandi.
Loftþrýstingur
Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1006,5 hPa og er það 6,0 hPa undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæstur mældist loftþrýstingurinn 1026,3 hPa á Egilsstaðaflugvelli þ.1. Lægsti loftþrýstingur mánaðarins mældist á Önundarhorni, 979,6 hPa þ. 17.
Fyrstu fjórir mánuðir ársins
Meðalhiti í Reykjavík fyrstu fjóra mánuði ársins var 2,0 stig, sem er 1,3 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en 0,1 stigi ofan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 21. sæti á lista 148 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 0,9 stig, sem er 1,7 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en 0,3 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast þar í 22. sæti á lista 138 ára. Úrkoma hefur verið 20% umfram meðallag í Reykjavík og í meðallagi á Akureyri.
Skjöl fyrir apríl
Meðalhiti
á sjálfvirkum veðurstöðvum í apríl 2018 (textaskjal).
Daglegtyfirlit mánaðarins á fjórum ákveðnum veðurstöðvum er hægtsækja í sérstaka töflu.