Sunnan rok eða ofsaveður verður seinnipartinn í dag og á morgun, 25 – 33 m/s. Búast má við mjög hvössum vindhviðum, sérstaklega við fjöll víða 35 – 45 m/s, en staðbundið yfir 50 m/s. Veðrinu fylgir talsverð eða mikil rigning á sunnan- og vestanverðu landinu. Nánari upplýsingar má finna hér.
Lesa meiraJanúar var tiltölulega kaldur, sérstaklega á Norðausturlandi. Mánuðurinn var hægviðrasamur miðað við árstíma. Hlýindi og miklar rigningar um miðjan mánuð ollu miklum leysingum og flæddu ár og lækir víða yfir vegi og tún. Töluverð snjóþyngsli voru á Austurlandi í mánuðinum. Þar snjóaði óvenjumikið þ. 20. og mældist snjódýptin á Austfjörðum með því mesta sem vitað er um í janúarmánuði. Síðasta dag mánaðarins skall stormur á landinu sem olli bæði fok- og vatnstjóni, auk ofanflóða og mikilla samgöngutruflana.
Lesa meiraeðurspá næstu daga sýnir lægðagang yfir landinu, sem gerir ráð fyrir suðvestan og sunnan stormi og úrkomu. Þessi veðurskilyrði geta haft áhrif á mælingar sérstaklega hvað varðar skyggni og næmni jarðskjálfta- og rauntíma GPS-mælinga. Veðurstofan mun áfram fylgjast náið með þróuninni, en fólk er hvatt til að fylgjast með veðurviðvörunum og gæta aðgátar við ferðalög.
Lesa meiraFyrsti hluti af nýjum vef Veðurstofunnar fór í loftið í dag. Þetta er fyrsta skrefið í umfangsmiklu verkefni sem snýr að endurnýjun á vefnum og öllu tækniumhverfi vefsins.
Nýi vefurinn fyrir veðurspár er undir slóðinni https://gottvedur.is/. Vefurinn er enn þá í þróun en þegar endurnýjun á núverandi vef líkur munu nýju veðursíðurnar færast á vefslóðina vedur.is.
Í þessum fyrsta áfanga er lögð áhersla á upplýsingar sem flestir sækja daglega, en það eru veðurspár fyrir tiltekinn stað.
Lesa meiraHvöss suðaustanátt verður fram til kvölds með hríðarveðri
víða um land. Á láglendi suðvestantil má búast við slyddu eða rigningu. Það hlýnar
í veðri, hiti verður á bilinu 0-5 stig síðdegis. Undir kvöld snýst í mun hægari
vestanátt með stöku éljum vestantil, og kólnar tímabundið.
Á morgun, föstudag, má búast við suðaustanstormi eða jafnvel roki, auk hláku um allt land. Seinnipartinn eykst vindhraðinn í 18-25 m/s með talsverðri rigningu. Hvassast verður norðvestantil, en úrhellisrigning á Suðausturlandi. Austantil verður veðrið rólegra og þurrt fram til kvölds. Hiti verður á bilinu 5-10 stig annað kvöld.
Lesa meira