Veðurstofa Íslands 90 ára

hitamælaskýli - snævi þakin jörð
© Árni Sigurðsson
Veðurstöðin að Írafossi í Grímsnesi. Í forgrunni er skýli þar sem lofti og svifryki er safnað daglega til mengunarmælinga. Fjær er hitamælaskýli. Til vinstri eru úrkomusafnarar, annar með trektlaga vindhlíf.

Nýjar fréttir

Verður 2024 hlýjasta ár sögunnar?

Hnattrænn meðalhiti í ágúst síðastliðnum var 16,82°C sem er 0,71°C yfir meðaltali ágústmánaða viðmiðunartímabilsins 1991-2020. Þessar niðurstöður byggja á ERA5 gagnasafninu og er lýst í fréttatilkynningu frá loftslagsþjónustu Kópernikusar.

Lesa meira

Aldrei fleiri viðvaranir gefnar út að sumarlagi

77 viðvaranir voru gefnar út í sumar, þar af átta appelsínugular. Aldrei hafa fleiri viðvaranir verið gefnar út yfir sumartímann frá því að Veðurstofan tók upp nýtt viðvaranakerfi.  

Lesa meira

Jökulhlaup í Skálm í rénun

Jökulhlaup sem staðið hefur yfir í Skálm undanfarna sólarhringa er í rénun. Rafleiðni og vatnshæð í ánni fór hækkandi frá því á laugardaginn 7. september þar til í gær þegar mælingar byrjuðu að lækka aftur. Hækkuð rafleiðni er merki um jarðhitavatn í ánni. Jarðhitavatnið kemur undan Mýrdalsjökli. Síðan síðdegis í gær hefur rafleiðnin nálgast aftur eðlileg gildi og er þetta hlaup því í rénun.

Lesa meira

Kvikusöfnun hafin að nýju undir Svartsengi

Uppfært 10. september

Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi. Hraðinn á landrisinu mælist svipaður og í fyrri atburðum. Á meðan að kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi má búast við nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Á þessari stundu er of snemmt að segja til um hvort og þá hvenær næsti atburður gæti orðið. Þó svo að eldgosinu sé lokið er enn virkni í hraunjaðrinum. Búast má við að hann haldi áfram að skríða fram næstu daga og hætta er á hruni úr honum. Gosstöðvarnar eru því hættulegar yfirferðar. Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært og er óbreytt. Hættumatið gildir fram að 17. september, að öllu óbreyttu.

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2024

Ágúst var kaldur og úrkomusamur um allt land. Víða var meðalhitinn sá lægsti sem mælst hefur í ágústmánuði á þessari öld og ágústúrkoman mældist óvenjumikil á fjölda veðurstöðva. Loftþrýstingur var óvenjulágur um allt land. Meðalloftþrýstingur hefur aldrei mælst jafn lágur í ágústmánuði í Reykjavík frá upphafi mælinga árið 1820. Víða var óvenjuhvasst í mánuðinum. Mikil vatnsveður ollu vandræðum í flestum landshlutum í mánuðinum, en þau orsökuðu m.a. skriðuföll, flóð og mikla vatnavexti í ám.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica