Hafístilkynningar - 2012

24. des. 2012 17:03 - Óskilgreind tegund athugunar

Hafískortið er byggt á greiningu OSTIA sem og hafískorti Dönsku Veðurstofunnar. Þar sem skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu daga hefur hafísjaðar ekki sést á tunglmyndum. Jaðarinn gæti því verið nær Íslandi en hér er sýnt, einnig eru ekki tæmandi upplýsingar um ísspangir eða ísjaka á svæðinu. Bent er á ískort Norsku og Dönsku Veðurstofanna hér til hliðar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. des. 2012 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Þar sem ekki hefur sést niður að yfirborði síðustu daga vegna skýja og stutts birtutíma er kort dagsins byggt á tölvulíkani og getur því ísröndin verið nær en korið sýnir.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

03. des. 2012 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ekki sást til sjávar vegna skýja. Hafísjaðar var því áætlaður út frá lágupplausna ratsjárendurkasti (OSTIA-SEAICE) og hafískorti Dönsku veðurstofunnar (DMI).

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Áætlaður hafísjaðar er í 65 sml fjarlægð frá Kögri.

30. nóv. 2012 15:10 - Skip

Skip tilkynnir um borgarís á stað 66°35.200N-024°49.130V Rekur í NA-læga stefnu.
Er líklega að brotna í tvennt.

Hnit á stökum hafís

  • 66:35:20N, 024:49:13W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

29. nóv. 2012 03:00 - Skip

Skip tilkynnir um borgarís á stað 67°03,1N 022°48,6V á vestur róli um 0,5 til 1,0 sml á klst, sést vel í ratsjá.

Hnit á stökum hafís

  • 67:03.1N, 022:48.6W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

27. nóv. 2012 09:19 - Skip

Skip tilkynnir um Borgarísjaka
Sér á radar hjá sér pukt á 66°29.9' N og 024°20.9' V. Líklega sá sami og tilkynnt var um siðastliðinn sunnudag 25.11.2012. Hefur ekkert færst úr stað, virðist vera botnfastur þarna.

Hnit á stökum hafís

  • 66:29.9N, 24:20.9W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

27. nóv. 2012 04:58 - Skip

Stakur borgarís á stað: 66°25,05N - 024°28,4W. Rekur 250° 0,3 til 0,4 sml. Sést vel í radar.

26. nóv. 2012 17:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað, byggt á gervitunglamyndum frá því í dag og gær (25. og 26. nóv.). Sjá einnig nokkrar tilkynningar hér á hafíssíðunni um borgarís nærri Vestfjörðum síðustu daga.
Norðaustanátt er ríkjandi á Grænlandssundi næstu daga og ætti því ísinn ekki að færast nær Íslandi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. nóv. 2012 11:50 - Skip

Borgarís á stað 66:29:8N og 24:20:7W. Sést vel í radar.

Hnit á stökum hafís

  • 66:29.8N, 24:20.7W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

25. nóv. 2012 10:53 - Skip

Borgarís á stað 66:35N og 23.13W. Sést vel í radar.

Hnit á stökum hafís

  • 66:35.0N, 23:13.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

25. nóv. 2012 10:39 - Skip

Borgarís á stað 66:45:8N 23:29:2W. Sést vel í radar.

Hnit á stökum hafís

  • 66:45.8N, 23:29.2W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

19. nóv. 2012 23:42 - Skip

Frá TFPY: Lætur vita af fjórum borgarísjökum. 1.) 66.50,98N 023.42,0W, virðist vera stopp en hinir á reki 2.) 66.56,1N 023.30,9W 3.) 66.50,9N 023.25,0w. 4.) 66.43,4N 023.11,6W. Sjást allir vel á radar.

Hnit á stökum hafís

  • 66:50.98N, 23:42.0W
  • 66:56.1N, 23:30.9W
  • 66:50.9N, 23:25.0W
  • 66:43.4N, 23:11.6W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

19. nóv. 2012 15:23 - Skip

Skip var að tilkynna um tvo borgarísjaka, einn í Djúpál á stað 66°40,3N - 024°12,4V - "Heilmikill hlunkur"
annar á stað 66°48,6N - 024°08,7V
Báðir stórir jakar, sjást vel, brot úr þeim á floti í kring.

Hnit á stökum hafís

  • 66:40.3N, 24:12.4W
  • 66:48.6N, 24:08.7W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

19. nóv. 2012 14:30 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er byggt á gervitunglamyndum 18. og 19. nóvember.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafísjaðar er um 67 sml NV af Barða

18. nóv. 2012 21:43 - Skip

FRÁ BJARNI SÆMUNDSSON. Kl 21:00

BROT ÚR ÍSJAKA Á STAÐ

1. 66°55N 023°30W.
2. 66°52N 023°41W.
3. 66°50N 023°50W
4. 66°49N 023°41W
STAKIR JAKAR. Sjást vel í ratsjá.

12. nóv. 2012 12:44 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís sést vel á tunglmyndum frá því í gær, 11. nóvember og er jaðar hafíssins um 74 sjómílur NV af Sauðanesi. Norðaustanáttir eru ríkjandi á Grænlandssundi næstu daga og því líklegt að hafísinn reki til suðurs.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

05. nóv. 2012 13:59 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjabreiða hefur verið yfir svæðinu, kortið er því byggt á gervitunglamynd frá 3. nóvember. Ísinn virðist vera u.þ.b. 73 NM norðvestur af Straumnesi. Norðaustlægar áttir eru ríkjandi næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

29. okt. 2012 13:30 - Byggt á gervitunglamynd

Á gervitunglamyndum, virðist nær eingöngu vera um nýmyndun á ís að ræða. Skýjabakki sunnan N67 hylur að mestu svæðið en þar virðist ekki vera mikil ísmyndun þar nema þá næst Grænlandi.
Ísinn virðist vera u.þ.b 74 NM norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. okt. 2012 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjahula byrgir sýn til sjávar, þ.a. ekki er unnt að greina hafís á nýjustu gervitunglamyndum. Sjálfvirk greining (OSTIA) frá deginun áður sýnir líkur á hafís á norðanverðu Grænlandssundi, um 97 sml NNV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Áætlaður hafísjaðar er um 97 sml NNV af Straumnesi.

15. okt. 2012 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað útfrá gervitunglamyndum sem teknar voru um hádegi í dag, mán. 15. okt. 2012.
Hafís er farinn að láta á sér kræla suður af mynni Scoresbysunds.
Næstu 3-4 daga er útlit fyrir hæga vinda á Grænlandssundi, léttskýjað og fremur kalt veður.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

08. okt. 2012 13:30 - Byggt á gervitunglamynd

Engan hafís er að sjá á Grænlandssundi og hafinu norður af Íslandi á nýlegum gervitunglamyndum, en þar hefur verið skýjað að mestu síðustu daga. Bent er á ískort dönsku og norsku veðurstofanna hér á síðunni undir flokknum "Ískort"

01. okt. 2012 14:45 - Byggt á gervitunglamynd

Engan hafís er að sjá á Grænlandssundi og hafinu norður af Íslandi á nýlegum gervitunglamyndum. Bent er á ískort dönsku og norsku veðurstofanna hér á síðunni undir flokknum "Ískort"

24. sep. 2012 14:13 - Byggt á gervitunglamynd

Engan hafís er að sjá á nýlegum gervitunglamyndum af Grænlandssundi og hafinu norður af Íslandi. Bent er á hafískort norsku og dönsku veðurstofanna sem finna má hér á vefsíðunni.

17. sep. 2012 13:55 - Byggt á gervitunglamynd

Engan hafís er að sjá á nýlegum gervitunglamyndum af Grænlandssundi og hafinu norður af Íslandi, en rétt er að hafa í huga nýlegar tilkyninngar um borgarís norður af Horni. Ennfremur er bent er á hafískort norsku og dönsku veðurstofanna sem finna má hér á vefsíðunni.

16. sep. 2012 15:43 - Skip

Landhelgisgæslunni barst tilkynning um stóran borgarísjaka á staðsetningunni 66:34.2N, 22:18.9V. Borgarísjaki sést vel í ratsjá.

Hnit á stökum hafís

  • 66:34.2N, 22:18.9W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

11. sep. 2012 13:21 - Flug Landhelgisgæslunnar

Fjórir ísjakar fyrir norðan Hornbjarg, sá nyrsti lang stærstur af þeim.

Hnit á stökum hafís

  • 66:42.00N, 22:07.00W
  • 66:37.00N, 22:12.00W
  • 66:37.00N, 22:15.00W
  • 66:38.00N, 22:20.00W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

11. sep. 2012 12:10 - Skip

Landhelgisæslunni barst tilkynning um borgarísjaka norður af Horni, staðsetning 66°42,130N - 022°07,470V sést vel í radar og er mjög hár. Í kringum jakann sér í lagi sunnan við hann eru smámolar, þeir koma ekki fram í radar.

Hnit á stökum hafís

  • 66:42:13N, 22:07:47W
  • 66:42:15N, 22:07:49W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd

10. sep. 2012 13:32 - Byggt á gervitunglamynd

Engan hafís er að sjá á nýlegum gervitunglamyndum af Grænlandssundi og hafinu norður af Íslandi. Bent er á hafískort norsku og dönsku veðurstofanna sem finna má hér á vefsíðunni.

27. ágú. 2012 15:49 - Byggt á gervitunglamynd

Engan hafís er að sjá á nýlegum gervitugnlamyndum af Grænlandssundi og hafsvæðinu norður af Íslandi. Bent er á hafískort norsku og dönsku veðurstofanna sem finna má hér á síðunni.

20. ágú. 2012 14:28 - Byggt á gervitunglamynd

Á nýlegum gervitunglamyndum er engan hafís að sjá á Grænlandssundi. Sjófarendum er bent á að nota hafískort dönsku og norsku veðurstofanna hér á síðunni.

13. ágú. 2012 12:00 - Óskilgreind tegund athugunar

Skýjað var á Grænlandssundi og ekki hægt að greina hafís á gervitunglamyndum. Bent er á hafískort norsku og dönsku veðurstofanna hér á síðunni.

06. ágú. 2012 19:32 - Óskilgreind tegund athugunar

Skýjað var á Grænlandssundi þ.a. mjög erfitt var að greina hafís á gervitunglmyndum. Hafísjaðar var áætlaður 140 sml NNA af Hornbjargi, byggt á dönskum ískortum og eldri gervitunglamyndum. Búist er við hægum suðvesttlægum áttum næsta sólarhring, þ.a. ísinn ætti að fjarlægjast landið enn frekar

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Mynd sýnir áætlaðan hafísjaðar, um 140 sml NNA af Hornbjargi

30. júl. 2012 14:47 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað var á Grænlandssundi þ.a. mjög erfitt var að greina hafís á gervitunglmyndum. Hafísjaðar var áætlaður 140 sml NNA af Hornbjargi, byggt á gervitunglamyndum. Búist er við hægum suðaustlægum áttum næsta sólarhring, þ.a. ísinn ætti að fjarlægjast landið enn frekar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Mynd sýnir áætlaðan hafísjaðar, um 140 sml NNA af Hornbjargi

23. júl. 2012 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu daga, en hluti sundsins var að mestu skýlaus í dag, mán. 23. júlí 2012. Við gerð meðfylgjandi ískorts var stuðst við upplýsingar úr skýlausum glugga á MODIS og AVHRR gervitunglamyndum dagsins.
Athugasemd: Ískorti Dönsku veðurstofunnar frá 22. júlí ber ekki saman við kort Norsku veðurstofunnar frá 23. júlí (sjá hlekki á þau kort undir "Ískort" hér til hliðar).
Næstu daga er útlit fyrir suðvestlæga eða breytilega átt, lengst af fremur hægur vindur. Sá ís sem eftir er gæti því þokast nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. júl. 2012 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ísjaðar er um 30 sjómílur norður af Kögri, en ísspöng liggur þaðan í ASA og liggur um 30 sjómílur norðaustur af Hornbjargi.

Kortið er byggt á gervitunglamyndum frá AVHRR og MODIS, einnig var stuðst við ískort Dönsku Veðurstofunnar.

Næstu daga má búast við fremur hægum norðaustlægum áttum og ætti ísinn því að færast hægt til vesturs.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. júl. 2012 06:00 - Skip

Skip sigldi meðfram ísrönd til austurs. Staðsetning skips: 68.2N og 18.3W.

11. júl. 2012 12:00 - Óskilgreind tegund athugunar

Við athugun Dönsku Veðurstofunna varð vart við hafísjaka rétt norðan við Raufarhöfn kl 12:00 þann 11. júlí 2012, sjá meðfylgjandi kort.

Hnit á stökum hafís

  • 66.7500N, 15.916W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

10. júl. 2012 17:00 - Flug Landhelgisgæslunnar

Komum að ísrönd 30 sjómílur norður af Hornbjargi
á stað; 66°57,2'N 022°24,8'W og lá hann þaðan í VSV/NNA.
Ísinn er dreifður og samanstendur aðalega af þunnum og
dreifðum ís. Engir stórir jakar sjáanlegir, en nokkrar ísdreifar
nærri landi norður af Horni.

09. júl. 2012 14:50 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís hefur færst nær landinu undanfarna viku og er jaðar ísspangar nú um 30 sjómílur NV af Kögri.
Kortið er byggt á gervitunglamyndum frá AVHRR og MODIS, einnig var stuðst við ískort Dönsku Veðurstofunnar.

Búist er við norðlægri átt, 5-13 í dag en SV-lægum áttum á morgun og fram eftir vikunni.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. júl. 2012 15:00 - Skip

Skip tilkynnir um ís á Þverálshorni. Komum að ísnum á stað 66°52N 022°43W, siglum 230° réttvísandi í 66°51N 022°47W og síðan 66°50N 023°03W. Ísinn liggur í N-NW. Ísinn er um 3-4/10 að þéttleika. Sést vel í radar og er gisinn inn á milli.

Hnit á hafísjaðri

  • 66:52:00N, 022:43:00W
  • 66:51:00N, 022:47:00W
  • 66:50:00N, 023:03:00W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

02. júl. 2012 14:44 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjarðar áætlaður næst landi um 43 sjm NV af Straumnesi. Notaðar voru MODIS gervitunglamyndir 30.06., kl. 13:23; 01.07., kl. 13:51 og 02.07., kl. 13:30. Einnig var notast við hafískort frá DMI sem gildir 01.07. kl. 12.
Búist er við hægum breytilegum vindi á Grænlandssundi næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. jún. 2012 14:30 - Byggt á gervitunglamynd

Vart hefur orið við ís á Halamiðum nú um nýliðna helgi og virðist ísin vera um 40 NM NV af Straumnesi. Á Grænlanssundi er fremur hæg SV-læg átt í dag og á morgun og má búast við að hafísinn færist að einhverju leyti til NA og A. Undir helgi er búist við NA-átt og ætti því ísinn af hörfa aftur til vesturs.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

18. jún. 2012 15:50 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað undanfarið og því erfitt að meta hafísrönd. Því var aðallega stuðst við gervitunglamynd frá 15.6. Einnig var notast við hafískort frá DMI sem gildir 17.06 kl.12.
Búist er við hægum breytilegum vindi á Grænlandssundi næstu daga, en vaxandi SV átt í lok vikunnar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. jún. 2012 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var gert, aðallega byggt á MODIS gervitunglagögnum frá kl. 13:00 mánudaginn 11. júní 2012. Hafísjaðarinn var metinn næst landi um 84 sjómílur NV af Straumnesi.
Búist er við hægum breytilegum vindi á Grænlandssundi næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. jún. 2012 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar áætlaður næst landi um 37 sjómílur NV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. maí 2012 15:22 - Byggt á gervitunglamynd

Þétt ísrönd sem liggur til NA, er röndin 50 sml NV af Látrabjargi og 50sml NV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. maí 2012 05:15 - Skip

Komum að Ísrönd í 67°17,2N-23°41,3v Virðist liggja í 240° þar frá. Sigldi með ísröndinni að 67°17,8N-23°36,6V. Þar virðist röndin liggja í norður. Ísinn er nokkuð þéttur, ca. 8/10 þéttleiki. Virðist hreyfast hratt austur eftir.

Hnit á hafísjaðri

  • 67:17.2N, 23:41.3W
  • 67:17.8N, 23:36.6W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

21. maí 2012 12:06 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamyndum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. maí 2012 17:01 - Skip

KL 16:18
TILKINNING UM HAFÍS Á STAÐ 66°00N 026°50V. LIGGUR Í VESTUR AÐ SJÁ.
ÞAÐAN AFTUR Í NORÐ AUSTU FRÁ ÞESSUM STAÐ.
MJÖG STÓRIR JAKAR INNANUM. UM ÞAÐ BIL 4 SML AÐ SJÁ FRÁ VESTRI TIL AUSTURS.
SÉST VEL Í RATSJÁ.

Hnit á stökum hafís

  • 66:00N, 026:50W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

17. maí 2012 03:11 - Skip

KOMUM AÐ ÍSSPÖNG Á STRAÐ 66°03,00N-026°50,00V. ÍSSPÖNGIN LIGGUR FRÁ SUÐVESTRI TIL NORÐAUSTURS. ÞÉTTLEIKI 7:10 - SÉST VEL Í RADAR.=

Hnit á hafísjaðri

  • 66:03:00N, 026:50:00W
  • 66:03:05N, 026:50:05W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

14. maí 2012 14:20 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er byggt á AVHRR gervitunglamynd 14. maí kl. 13.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. maí 2012 06:00 - Skip

A few small growlers observed, height less than 1m and length less than 5m.

Hnit á stökum hafís

  • 66.1600N, 27.380W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

07. maí 2012 10:53 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort sem byggir að mestum hluta á gervitunglamyndum frá því kl. 06:13 og 07:53 í dag.
Þar má sjá að hafísinn er næst Íslandi um 50 sjómílur norðvestur af Barða. Næstu daga er spáð hægum vindi á svæðinu, en síðar í vikunni snýst vindur í suðvestanátt og þá gæti hafísinn færst nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

30. apr. 2012 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var gert, aðallega byggt á gervitunglamynd með sýnilegu ljósi frá sunnudeginum 29. apríl 2012 kl. 14:19. Á þeim tíma var heiðskírt á stórum hluta svæðisins, en skýjað að mestu sunnantil.
Hafísröndin mældist næst 81 sjómílu frá Straumnesi.
SV hvassviðri er nú í dag (mán) á Grænlandssundi, sem gæti hrakið ísinn nær landi, en vind lægir mjög á morgun (þri). Frá miðvikudegi og út vikuna er spáð hægri norðaustlægri eða breytilegri átt á Grænlandssundi og því ætti ísinn ekki að nálgast Ísland.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

23. apr. 2012 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ísjaðarinn sést vel á myndum 22. og 23. apríl. Hann er næst landi um 73 sjómílur norðvestur af Sauðanesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. apr. 2012 11:34 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamyndum 14.-16. apríl. Skýjahula veldur nokkuri óvissu með hafísjaðar á S-hluta svæðisins. Jaðar sést hinsvegar mjög vel á AVHRR myndum frá 14. apríl og 16. apríl og má þar sjá nokkurt íshröngl inni í miðri spöng N-til en þéttari ís S-til.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. apr. 2012 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamyndum frá 4. til 7. apríl.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. apr. 2012 14:07 - Byggt á gervitunglamynd

Ísröndin er mjög skýr á gervitunglamynd og ekkert íshrafl að sjá utan línunnar. Stórir borgarísjakar sjást allvíða en eru enn fastir talsvert langt inní aðalísnum.
Ísröndin er næst landi 58 sjómílur norðvestur af Gelti.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. mar. 2012 15:41 - Byggt á gervitunglamynd

Kort byggt á gervitunglamyndum og ískortum. Îsbrún áætluð næst landi um 90 sjómílur frá Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

19. mar. 2012 19:11 - Byggt á gervitunglamynd

Kort byggt á gervitunglamyndum og ískortum. Îsbrún áætluð næst landi 50 sjómílur frá Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. mar. 2012 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ísröndin næst landi um 34 sjómílur NV af Kögri.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. mar. 2012 10:28 - Skip

Þann 11. mars kl 0850 tilkynnir skip um ísjaka á stað 63°39N og 020°56V. Ísjakarnir dreifast um 2 til 3 sjómílur um þennan stað. Sjást illa í ratsjá. Geta verið hættulegir skipum.

09. mar. 2012 06:00 - Skip

Ísjakar á eftirfarandi stöðum:
1. 66°30´n og 021°52´v rekur í 224° með hraða 1.2 sml.
2. 66°27´n og 022°04´v rekur í 251° með hraða 1.0 sml.

Jakarnir eru á siglingaleið fyrir Horn.

Hnit á stökum hafís

  • 66:30:00N, 21:52:00W
  • 66:30:10N, 21:52:10W
  • 66:27:00N, 22:04:00W
  • 66:27:10N, 22:04:10W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

07. mar. 2012 15:40 - Flug Landhelgisgæslunnar

TF-SIF fór í ískönnunarflug í dag. Kom að tveimur jökum, sá minni á stað 66°24,5N 022°08,0V eða 7,3 sml ASA af Horni, áætluð stærð jakans er 80x80m í þvermál og ca 40 m á hæð. Sá stærri á stað 66°25,3N 022°12,6V eða 5,2 sml ASA af Horni, áætluð stærð 235x100m og ca 60 m á hæð.
Sjá nánari upplýsingar hér til hliðar, undir skýrslur Landhelgisgæslunnar.

Hnit á stökum hafís

  • 66:24.5N, 022:08.0W
  • 66:25.3N, 022:12.6W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

05. mar. 2012 12:06 - Byggt á gervitunglamynd

Þetta hafískort er teiknað mestmegnis eftir ASAR myndum frá 04. mars 2012.
Staðsetning borgarísjaka er fengin úr hafístilkynningu frá skipi þann 3. mars kl. 19:00

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

03. mar. 2012 19:00 - Skip

Borgarísjaki sem hefur verið undanfarið í grennd við Horn, var nú í kvöld (kl 1900) á stað 66°15,8N 022°14,2W, sést vel í ratsjá.

Hnit á stökum hafís

  • 66:15.8N, 022:14.2w

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

03. mar. 2012 14:43 - Skip

Borgarís á stað 66°25,7n og 022°14,6v, jakinn rekur 130 gráður með 0,3 til 0,5 sml hraða.

Hnit á stökum hafís

  • 66:25.7N, 022:14.6W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

27. feb. 2012 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort þetta er teiknað út frá ASAR myndum síðustu tvo daga.
Ísröndin virðist vera u.þ.b 100 NM VNV af Bjargtöngum og liggja nokkurn vegin frá SV til NA.
Næstu daga verða breytilegar eða SV-lægari áttir ríkjandi og því ætti ísröndin ekki að færast nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. feb. 2012 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Þetta kort byggir að stórum hluta á AVHRR mynd frá 19.02 kl 13:04 og ASAR myndum síðustu tvo daga.
Ísröndin virðist vera u.þ.b 50 NM NV af Barða og liggja nokkurn vegin frá SV til norðausturs.
Norðaustanáttin verður fremur áberandi næstu daga þannig að ísröndin ætti ekki að færast nær landi og frekar "pakkast" meira saman við aðal ísröndina nær Grænlandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. feb. 2012 13:38 - Byggt á gervitunglamynd

Kort byggt að miklu leyti á SAR-mynd frá 12.02.2012/23:18. Hafísjaðar áætlaður 48 sml frá Straumnesi.
Suðvestlægar áttir verða ríkjandi næstu daga, þ.a. að hafís mun líklega nálgast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafísjaðar um 48 sml NV af Straumnesi.

10. feb. 2012 12:40 - Skip

Ísfrétt frá skipi komum að ísspöng kl 1200 A stað 67:42:81N,24:05:16W þaðan liggur ísinn í suðvestur á stað 67:32:65N,23:02:94W þaðan lá spönginn í norður.

Hnit á hafísjaðri

  • 67:42:81N,24:05:16W
  • 67:32:65N,23:02:94W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

09. feb. 2012 12:01 - Skip

Skip kom að ishröngli á stað 66°46,13N 027°07,96V, þaðan í norður. Sést vel í radar.

Hnit á hafísjaðri

  • 66:46:13N, 27:07:96W
  • 66:46:10N, 27:07:98W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

06. feb. 2012 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafsískort var gert útfrá gervitunglagögnum frá síðastu tveimur sólarhringum (einkum SAR radarmyndum).
Tunga af gisnum ís og spöngum teygir sig suður úr meginröndinni og næst landi var jaðar hennar áætlaður 85 sjómílur norðvestur af Bjartgöngum.
Næstu daga er búist við lægðagangi á Grænlandssundi og breytilegri vindátt. Djúgan hluta tímans má þó búast við sunnan- og suðvestanátt og gæti ísinn þá þokast nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

30. jan. 2012 14:16 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísbrún áætluð meira en 70 sml NV af Vestfjörðum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

23. jan. 2012 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísbrún áætluð næst landi um 70 sjómílur NV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

19. jan. 2012 13:11 - Skip

Hafís á Húnaflóa, staður 66.08,°7n 021.11°v. Sér íshrafl bæði til norðurs og suðurs frá þessum stað, stakir litlir jakar, hættulegir minni bátum. Virðist reka til SA.

Hnit á stökum hafís

  • 66:08.7N, 021:11.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

16. jan. 2012 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísbrún áætluð næst landi um 18 sjómílur NV af Kögri. Líkur á að ísinn fjarlægist heldur næstu 2 daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. jan. 2012 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ísjaðar 11 sjómílur frá Kögri. Spáð er hvassri suðaustan- og sunnanátt í nótt og á morgun. Því má búast við að hafís fjarlægist landið í bili.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar 11 sjómílur frá Kögri

11. jan. 2012 15:50 - Flug Landhelgisgæslunnar

Talverð nýmyndun er norður og norðvestur af Straumnesi. Næst landi var meginröndin 11 sml. NNV- af Kögri. 10-15 sml. innan við meginröndina virtust vera stakir jakar samkvæmt radar.

Hnit á hafísjaðri

  • 67:10.0N, 21:59.0W
  • 66:53.0N, 21:17.0W
  • 66:51.0N, 21:18.0W
  • 66:52.0N, 21:24.0W
  • 66:55.0N, 21:53.0W
  • 66:53.0N, 22:43.0W
  • 66:50.0N, 22:52.0W
  • 66:49.0N, 23:11.0W
  • 66:45.0N, 23:14.0W
  • 66:48.0N, 22:37.0W
  • 66:48.0N, 22:33.0W
  • 66:41.0N, 22:49.0W
  • 66:39.0N, 23:08.0W
  • 66:39.0N, 23:41.0W
  • 66:44.0N, 24:03.0W
  • 66:41.0N, 24:02.0W
  • 66:38.0N, 23:52.0W
  • 66:35.0N, 23:50.0W
  • 66:33.0N, 23:56.0W
  • 66:41.0N, 24:42.0W
  • 66:30.0N, 25:00.0W
  • 66:30.0N, 25:30.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

09. jan. 2012 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var unnið út frá gervitunglamynd (SAR-ratsjá) að kvöldi 8. janúar 2012. Búist er við áframhaldandi SV- og V-átt á Grænlandssundi og má því búast við að hafís nálgist landið í einhverjum mæli. Ísjaðar er um 30 sjómílur NV frá Straumnesi, en virðist vera fremur gisin spöng. Þéttari ís er nokkru vestar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. jan. 2012 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var unnið út frá gervitunglamynd (SAR-ratsjá) 1. janúar 2012. Búist er við áframhaldandi norðaustanátt á Grænlandssundi og því er ólíklegt að hafís nálgist landið. Ísjaðar er um 51 sjómílu frá Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar um 51 sjómílu frá Straumnesi.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica