Hafístilkynningar - 2024

09. júl. 2024 18:29 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á SENTINEL1 gervitunglamyndum sem voru tekin 7. til 9. júlí 2024. Hafísröndin er uþb 85 sjómílur NV af Barða þar sem það er næst landi. Útlit er fyrir suðvestlægar áttir næsta daga og má gera ráð fyrir að ísinn fer nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. júl. 2024 10:18 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum Sentinel-1 Meginísröndin er um 60 sjómílur NV af Straumsnesi þar sem hún liggur næst landi. Útlit er fyrir norðlægar áttir næstu daga og þá gæti hafís farið aðeins frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. jún. 2024 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ekki hafast borið SAR tunglmyndir af Grænlandssundi í kerfi Veðurstofunnar undanfarna daga. Einnig hefur verið skýjað á svæðinu í gær og í dag og því hafa hefðbundnar tunglmyndir ekki hjálpað. Við bendum því á hlekki á norsk og dönsk ískort hér vinstra megin á síðunni (smella á "Ískort").

17. jún. 2024 16:57 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á tuglmynd frá 16.06 kl 08:22. Töluvert er um gisnar ísspangir vel innan miðlínu og næst landi u.þ.b. 27 sjómílur norðvestur af Straunesvita. Óvíst hve vel ís sést á radar. Norðaustlægar áttir næstu 2 sólarhringa ættu að ýta ísnum í átt að Grænlandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. jún. 2024 17:25 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir VIIRS gervitunglamynd frá 10. júní kl 14. Meginísröndin er um 50 sjómílur VNV af Gelti þar sem hún liggur næst landi. Í dag og á morgun eru suðvestlægar áttir á Grænlandssundi sem gæti fært ísinn nær landi, en snýst í austan og síðar norðaustanátt á miðvikudag og þá ætti ísinn að fjarlægjast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. jún. 2024 17:33 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum VIIRS og AVHRR frá 4. júní kl 15. Meginísröndin er um 50 sjómílur VNV af Ritstá þar sem hún liggur næst landi. Á miðvikudag er útlit fyrir vestan- og suðvestanátt á Grænlandssundi sem gæti fært ísinn nær landi, en norðlægari á fimmtudag og ætti þá ísinn að fjarlægjast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. maí 2024 08:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármynd Sentinel-1 gervitunglsins frá 28. maí 2024 kl. 08:30. Meginísröndin er um 80 sjómílur NNV af Kögri þar sem hún liggur næst landi. Það verður norðaustanátt á svæðinu í dag, en um og eftir miðja vikuna er útlit fyrir suðvestanátt og ís gæti þá rekið nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. maí 2024 14:16 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum Sentinel1 og AVHRR. Ísröndin er um 60 sml norðvestur af Straumnesi. Norðaustanáttir næstu daga ættu að halda borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 60 sml út af Straumnesi

13. maí 2024 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglamynd og hefðbundinni tunglmynd (blanda af innrauðu og sýnilegu ljósi) frá því fyrir hádegi í dag, mán. 13. maí 2024.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á myndunum og mældist hún í um 72 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Á mánudag og þriðjudag er útlit fyrir vestan- og suðvestanátt á Grænlandssundi sem gæti fært ísinn nær landi. Á miðvikudag gera spár ráð fyrir að snúist í stífa norðaustanátt sem stendur út vikuna og þá ætti ísinn að fjarlægjast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. maí 2024 17:48 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamyndum frá 4 maí. Hafísinn er næst landi í u.þ.b 65 sjómílna fjarlægð NV af Kóp.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. maí 2024 22:25 - Skip

Fiskiskip var að upplýsa um hafís, virðist vera Hafísspöng, sér ekki hvort hún sé stök eða byrjun á stærri fláka.
Suðvestur endi spangar endar á stað 66°03,5´N – 026°18´V og liggur þaðan til NNA. Virðist reka til Suð-Austurs.

30. apr. 2024 14:58 - Byggt á gervitunglamynd

Vegna skorts á nákvæmum gervitunglamyndum er hafískort ekki mjög áreiðanlegt og einnig er ekki mögulegt að skilgreina þéttleiki og eiginleiki hafíssins. Nýt kort verður gefið út þegar nákvæm gögn berast á ný.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

21. apr. 2024 19:07 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 21. apríl 2024. Ísinn hefur færst nær Íslandi síðustu daga, og í gær var meginísröndin um 42 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Það er útlit fyrir fremur hæga suðvestlæga eða breytilega átt á svæðinu fram eftir vikunni, og ísinn gæti því rekið nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. apr. 2024 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum VIIRS frá því í morgun, mánudag 15. apríl. Ísröndin er næst landi 70 sml norðvestur af Straumnesi. Í dag og á morgun er vestlæg og suðvestlæg átt ríkjandi á Grænlandssundi, og getur þá borgarís rekið nær landi. Á miðvikudag snýst í norðaustanátt sem ætti að halda ísnum fjarri landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

08. apr. 2024 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er dregið eftir gervitunglamynd frá í gær, 7. apríl. Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga, sem ætti að halda ísnum fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

01. apr. 2024 15:32 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum VIIRS (sýnilegt ljós), sem sýnir vel víðáttumikla hafísbreiðu. Ísröndin er næst landi 61 sml norðvestur af Straumnesi. Skammvinn suðvestanátt gæt flutt borgarís nær landinu, en síðan er spáð norðaustanáttum, sem ætti að halda ísnum fjarri.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Íströndin er 61 sml norðvestur af Straumnesi.

25. mar. 2024 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir gervitunglamynd (blanda af innrauðu og sýnilegu ljósi) frá því um hádegi í dag, mán. 25. mars 2024.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 74 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Spár gera ráð fyrir að norðaustanátt verði allsráðandi á Grænlandssundi þessa viku og vindur ætti því ekki að að færa ísinn nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

19. mar. 2024 16:21 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís jaðarinn er vel pakkaður uppað aðalísnum og lítiuð um spangir enda þéttir norðaustanáttin ísnum uppað þétta samfrosna ísnum.
Ísjaðarinn er í um 75 sjómílna fjarlægð NV af Kóp.
Fáar gervitunglamyndir eru í boði og er óvissa um nyrðri hluta ísjaðarsins.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. mar. 2024 11:24 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn er næst landi 75 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga og því ætti vindur ekki að færa ísinn nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

05. mar. 2024 15:45 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn er næst landi 59 sjómílur norðvestur af Kópi. Næstu vikuna verður norðaustanátt ríkjandi á svæðinu og því ætti hafísjaðarinn ekki að færast nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. feb. 2024 18:03 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn er næst landi 70 sjómílur norðvestur af Látrabjargi. Næstu vikuna verður norðaustanátt ríkjandi á svæðinu og því ætti hafísjaðarinn ekki að færast nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

19. feb. 2024 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn var um 55 mílur norðvestur af Straumnesi. Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga og því ætti vindur ekki að færa ísinn nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. feb. 2024 14:49 - Byggt á gervitunglamynd

Á grevitunglamyndum sést mikill hafís á svæðinu, að hluta innan miðlínu, en eins má reikna með borgarís á víð og dreif. Stíf norðaustanátt í dag, en snýst síðan í vestan- og suðvestanátt sem mun færa borgarjaka nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 59 sml norðvestur af Straumnesi

05. feb. 2024 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglamynd frá því kl. 8:22 í morgun, mán. 5. feb. 2024.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 57 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Frá mánudegi til fimmtudags eru norðan- og norðaustanáttir algengastar á Grænlandssundi og vindur ætti því ekki að að færa ísinn nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. feb. 2024 11:09 - Óskilgreind tegund athugunar

Hafískort frá dönsku Veðurstofunni dags. 31.01.2024

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

31. jan. 2024 04:00 - Skip

Nýmyndaður Flöguís á staðsettningu 65.55N, 27.54W, SOG11,4 kn. COG 067° og 21 sml til Vest suðvesturs, yfirborðs hitastig fór niður í -1,7 °C sást allstaðar í kringum skipið og það sem ég sá út frá skipnu.

Leit út fyrir stórt svæði af nýminduðum ís. Constant á milli seinustu staðsettningu og þessarar.

Hnit á stökum hafís

  • 65.55N, 27.54W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

23. jan. 2024 16:02 - Byggt á gervitunglamynd

Lítið er af nothæfum gervitunglamyndum og auk þess er skýjað í svæðinu. Hafís er greint í VIIRS gervitunglamyndum milli skýjanna en það er mögulegt að hafís og ísjakar séu til hvar það er ekki greint á myndinu. Uppfærsla kemur þegar ný gögn eru komin inn.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. jan. 2024 13:45 - Skip

Skip tilkynnir mikinn hafís í kringum staðsetningu, 67°38,560N 020°16,080W. Ís allt í kring en autt til SA.

Hnit á stökum hafís

  • 67:38.56N, 20:16.08W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

14. jan. 2024 08:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá morgni 14. janúar 2024. Meginísröndin var næst landi um 59 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Það er útlit fyrir að norðaustanátt verði ríkjandi á svæðinu næstu daga svo ísinn ætti ekki að reka nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. jan. 2024 15:52 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið út frá gervitunglamyndum frá 5. og 9. janúar. Hafísinn er næst landi 65 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Næstu daga er útlit fyrir suð- og vestlægar áttir og því gæti hafís rekið nær landi en um helgina snýst í norðaustanátt og þá ætti ísinn að fjarlægjast Ísland.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 65 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

03. jan. 2024 13:47 - Óskilgreind tegund athugunar

Örfáar nothæfar gervitunlamyndir voru tiltækar. Hafískortið er því að mestu byggt á sjávarhita- og hafísspá Evrópsku veðurreiknimiðstöðvarinnar (ECMWF), sem óhjákvæmilega veldur óvissu í útbreiðslu hafíss. Varlega áætluð fjarlægðar hafísrandar er 62 SML norðvestur af Gelti. Veðurspár gera ráð fyrir norðaustanátt fram á laugardag, þ.a. haf- og borgarís ætti ekki að nálgast landið í bili a.m.k.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Varlega áætluð stysta fjarlægð hafíss er 62 SML




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica