Hafísinn virðist vera ca. 80 sjómólur NV af Barða þar sem hann er næst landi. Nýnyndun virðist allmikil og þéttleiki líka, einkum næst Grænlandi þar sem hann er víða orðinn landfastur.
Hafískort byggt á Sentinel 1 gervitunglamyndum, teknar í dag 17. desember en vestasti hlutinn var myndaður 14. desember. Meginhafíisröndin er í um 110 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi. Næstu viku verður norðaustanátt ríkjandi á Grænlandssundi og ætla að hafísinn haldi sér á svipuðum slóðum eða færist nær Grænlandi.
Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) frá 10. og 11. des. 2018. Þegar tiltæk SAR gögn frá þessum dögum voru lögð saman var stór hluti meginrandarinnar greinanlegur. Mældist meginröndin í um 84 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Í þessari viku er útlit fyrir mjög hvassa kafla af norðaustanátt, en hægari vind þess á milli. Áhrif vinds eru því frekar þau að færa ísinn fær landi.
Flugmaður í lágflugi tilkynnti um ísjaðar um 80 sjómílur norðvestur af Bolafjalli, u.þ.b. á staðsetningu 66.9978N, 26.1277W. Þar var þykkur jaðar sem lág í norður/suður/vestur frá punktinum.
Pilot reported that the Sea Ice Edge is about 80nm NW of Bolafjall Mountain approx. at 66.9978N, 26.1277W. Thick edge in North, South and West of the point given.
Sea ice map |
Talsverður hafís er nú á Grænlandssundi. Jaðarinn er næstur landi um 62 sjómílur frá Sauðanesi við Önundarfjörð. Hæð er yfir landinu og ekki mikil færsla á hafísnum en næstu daga og síðar í vikunni er útlit fyrir austlægar áttir, og ætti ísjaðarinn þá að fjarlægjast land.
Skip á 67° 29,8N -21° 57V tilkynnir um ísspöng norðan við sig sem liggur NA/SV ekki mjög þétt .
Sea ice map |
Kort frá Ingibjörgu Jónsdóttur, sem sýnir Hafís á Grænlandssundi. Byggt á SENTINEL-1 ratsjármynd frá því í morgun kl.08:21.
Hafís á Grænlandssundi 27.11.2018 kl. 08:21 GMT
Ingibjörg Jónsdóttir fyrir LHI og HI. |
Hafískort að mestu byggt á gögnum frá Sentinel1 gervitungli og MyOcean hafísspá. Ísröndin er áætluð í um 66 sml fjarlægð frá Straumensi. Hvöss norðaustanátt næstu daga ætti að halda borgarís fjarri landinu.
Ísröndin er um 66 sml vestnorðvestur af Straumnesi |
Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) frá 18. og 19. nóv. 2018. Meginrönd íssins kom á köflum skýrt fram í þessum gögnum og mældist hún í um 90 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Spáð er austlægri átt á Grænlandssundi á morgun (þriðjudag 20. nóv.) og ætti ísinn þá ekki að færast nær landi af völdum vinds. Frá miðvikudegi til sunnudags er útlit fyrir suðvestanátt á svæðinu og gæti vindur þá mögulega fært ísinn nær landi.
Samkvæmt SENTINEL 1 radermyndum sem voru numdar í dag, 14. nóvember klukkan 08:30, er nýmyndun íss vestarlega á Grænlandssundi en næst Íslandi er hafísinn í um 110 sml NV af Straumnesi. Eins má búast við borgarís á stangli sunnan íssins næst strönd Grænlands. Næstu daga má búast við norðaustlægri átt á Grænlandssundi og ætti ísinn því að haldast nálægt Grænlandi, en um helgina er reiknað með suðlægari vind og rekur því ísinn til austurs.
Hafískort byggt á Sentinel gervitunglamynd, numin 14. nóvember. |
Kort byggt á hafískorti Dönsku veðurstofunnar (DMI) Iskort. Skýjað er á Grænlandssundi þ.a. ísjaðarinn sést ekki á gervitunglamyndum og fjarlægð frá landi er því áætluð. Spáð er norðaustanáttum næstu daga þ.a. borgarís ætti að fjalægjast landið.
Áætlaður ísjaða er um 189 sml norðvester af Kögri |
Skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu daga og því erfitt að greina hafís af gervitunglamyndum. Samkvæmt hafískortum Dönsku Veðurstofunnar (DMI) er mjög gisinn ís við Scoresbysund og stöku borgarísjakar á Grænlandssundi, en lítill sem enginn samfelldur hafís.
Mjög gisinn hafís og hafísspangir teygja sig inn á svæðið suður af Scoresbysundi. Einnig má búast við borgarísjökum á stangli.
Ísjakinn sem sást við Stóraboða/Þorkelssker hefur líklegast farið uppí fjöru og brotnað niður í brælunni um daginn og sést ekki lengur vestanmeginn í Húnaflóa.
Skýjað hefur verið á Grænlandssundi undanfarna daga og því lítið sést til hafís.
Gögn frá radartungli hafa heldur ekki borist og því ekki hægt að teikna hafískort í dag.
Samkvæmt hafískortum Dönsku Veðurstofunnar (DMI) eru jakar og brot á Grænlandssundi næst Grænlandi en lítill sem enginn samfelldur hafís. Þá hefur borði á tilkynningum um ísjaka við Húnaflóa, sjá neðar á þessari síðu.
Ísjaki við stóraboða í húnaflóa
Hefur brotnað mikið niður síðustu daga og minnkað töluvert. Virðist vera strand en töluvert vagg var á honum á um 20 fa dýpi stakir molar liggja í suðurátt frá jakanum sirka stærð á jaka er 15 metra hár og 20-30 metra breiður.
Staðsetning
65,44,5
21,15,8
Sea ice map |
Samkvæmt hafískortum frá norsku og dönsku veðurstofunum er ennþá lítill sem enginn samfelldur hafís á Grænlandssundi, þó eru gefnar vísbendingar um nýmyndun á stöku stað við strönd Grænlands. Borgarísjakar og borgarbrot eru enn á víð og dreif á Grænlandssundi og nýlega hafa borist tilkynningar um jaka úti fyrir Norðurlandi, sjá hér á síðunni.
Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi alla þessa viku, stundum hvass vindur eða jafnvel stormur.
Borgarís við Þorkelssker.
Sea ice map | ||
Engin samfelld hafísbreiða er nú milli Íslands og Grænlands. Borgarísjakar og borgarbrot eru þó á víð og dreif á Grænlandssundi og einnig úti fyrir Norðurlandi, sjá tilkynningar hér á síðunni. Breytileg vindátt verður á Grænlandssundi næstu daga og er yfirborðshiti sjávar um 2-3 gráður á þeim slóðum.
Skip tilkynnir um brot af borgarísnum við Hrólfsker á stað 66°07N 018°25V rekur í norður.
Uppfært
kl. 13:46 fengum við tilkynningu um að borgarísinn hafi brotnað upp í a.m.k. 6 hluta.
Sea ice map |
TILKYNNT UM BORGARISJAKA A STAD 66.22,10N-021.11,00W. JAKINN SEST VEL I RADAR OG REKUR I SUDUR ATT. EKKI ER UTILOKAD AD MINNI JAKAR SEU I KRING
Sea ice map |
Borgarís í mynni Eyjafjarðar hefur kurlast mikið úr honum getur verið hættulegt í myrkri.
Sea ice map |
Engin samfelld hafísbreiða er nú milli Íslands og Grænlands. Borgarísjakar og borgarbrot eru þó á víð og dreif á Grænlandssundi og einnig hafa borist tilkynningar um jaka úti fyrir Norðurlandi, sjá tilkynningar hér á síðunni. Breytileg vindátt verður á Grænlandssundi næstu daga og er yfirborðshiti sjávar um 2-3 gráður á þeim slóðum.
Borgarísjaki sást kl. 15:22 á stað 66°48'N 027°24'V og annar kl. 15:25 á stað 66°31'N 026°42'V.
Sea ice map |
Borgarís á 66°12'N 019°13,2'V.
Sea ice map |
Engin samfelld hafísbreiða er nú milli Íslands og Grænlands. Borgarísjakar og borgarbrot eru þó á víð og dreif á Grænlandssundi og einnig hafa borist tilkynningar um jaka úti fyrir Norðvesturlandi, sjá hér á síðunni.
Hvöss norðaustanátt verður ríkjandi á Grænlandssundi fram yfir miðja vikuna.
Skip tilkynnir borgarísjaka. Sést vel á radar.
Sea ice map |
Skip tilkynnir borgarís kl.07:33 13/09/2018 á stað 66°23N 021°22V. Sést vel í radar.
Sea ice map |
Tilkynning barst frá skipi um að borgarís sjáist á 66°33'N og 19°19'W. Sést vel í ratsjá.
Tilkynning barst frá skipi um að þrír borgarísjakar (einn stór og tveir minni) sáust við hnit, 66:35.9N, 21:21.6W og ráku þeir í vestur. Sáust vel í ratsjá (X/S-bandi).
Sea ice map |
Engin hafísbreið er sjáanleg á gervitunglamyndum. Borgarísjakar eru í grennd við landið einkum á Húnaflóa og eru þeir illgreinanlegir á gervitunglamyndum og eru sæfarendur því hvattir til að fylgjast með hafístilkynningum.
Kl 2220 var skip með ferðlaust endurvarp á ratsjá 6 sml. suður af skipi og var staður endurvarpsins 66°14,1‘N – 020°35,7‘V. Mögulega er þar um borgarís að ræða.
Sea ice map |
Á LANDSAT-8 gervitunglamynd (USGS, NASA) frá því klukkan 12:45 í dag sjást nokkrir borgarísjakar.
1. 110 m lengd
2. 170 m lengd
3. 90 m lengd
4. 90 m lengd
5. 100 m lengd
6. 40 m lengd
7. Minna fyrirbæri, hugsanlega borgarísjaki
8. Minna fyrirbæri, hugsanlega borgarísjaki
9. Minna fyrirbæri, hugsanlega borgarísjaki
10. Minna fyrirbæri, hugsanlega borgarísjaki
11. Minna fyrirbæri, hugsanlega borgarísjaki
12. Minna fyrirbæri, hugsanlega borgarísjaki
13. Minna fyrirbæri, hugsanlega borgarísjaki
Sea ice map |
Engin samfelld hafísbreiða á svæðinu, en víða borgarís og -brot, einkum nærri Grænlandi, en einnig á Húnaflóa og út Ströndum og Vestfjörðum. Spáð er fremur hægum vindum næstu daga, þ.a. borgarísinn hreyfist sennilega lítið.
Borgarís og -brot víða á svæðinu |
"Iceberg spotted in position 66 42.9N; 022 15.6W @ 0030 LT (GMT 00) 09/01/2018"
Sea ice map |
Borgarísjaki og brot úr honum hafa sést frá skipi á 66137N og 22,29W. Þetta eru um 15-20 brot.
Borgarísjaki sést á Húnaflóa um 12 sjómílur frá landi Vatnsnesi. Annar borgarísjaki með 2 tindum sást einnig rétt við Reykjaneshyrnu. Ekki er ólíklegt að það sé sami jaki og tilkynnt var um í fyrradag. Hann virtist strandaður.
Eins og svo oft á þessum árstíma, er engin samfelld hafísbreiða milli Íslands og Grænlands. Borgarísjakar og borgarbrot eru þó á víð og dreif um svæðið og eykst þéttleiki þeirra eftir því sem nær dregur Grænlandi. Nokkuð hefur verið um tilkynningar um hafís nærri landi, sjá hér á síðunni.
Útlit er fyrir að vindur blási af ýmsum áttum á Grænlandssundi þessa vikuna.
Hafístilkynning frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Hafisathugun um 11:40.
Nýr hafísjaki um 6 KM V af Sæluskeri, var um KL:09:00 um 5 KM austur af skerinu, virðist því sigla undan straumi á um 2 til 3 KM hraða, sem er óvenjulegt að straumur liggi þarna til vesturs, venjulega liggur straumurinn til A eða SA eða inn flóann. Jakinn sem gefinn var upp í gær með tvo tinda er á svipuðum slóðum og í gærkvöld og virðist strandaður.
Tilkynnt um stóra borgarísjaka, sem sáust vel á radar, þeir voru á eftirfarandi staðsetningum og ráku í austur átt. Skyggni var gott.
Sea ice map |
Hafistilkynning frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Borgarísjaki nokkuð stór með tvo turna um það bil 6 KM NNV af Reykjaneshyrnu og ca 10 KM frá veðurathugunarstöð, hefur færst talsvert vestar í dag.
Tilkynning barst um borgarísjaka á staðsetningum 66-36,4N -024-24,6W og 66-49,7N –024-34,7W.
Áætluð stærð jakanna er 50m á lengd og 8m á hæð. Seinni jakinn er mun stærri. Báðir jakar sjást vel á ratsjá og eru strandaðir.
Sea ice map |
Kl. 23:33 sást borgarís á staðsetningu 66°27,8´N og 021°01´V, ferðlaus, sést vel á ratsjá.
Þoka var á svæðinu.
Sea ice map |
Borgarís sést frá landi í Reykjafirði Nyrðri (N við Geirólfsnúp) á Ströndum. Nokkuð stór með tveimur tindum - ekki lagnaðarís.
Engin samfelld hafísbreiða á svæðinu, en mikið um borgarís á Grænlandssundi og út af Vestfjörðum og á Húnaflóa.
Hæg suðlæg átt í dag, en síðan norðaustanáttir, þ.a. borgarís ætti að fjalægjast landið.
Talsvert af borgarís út af Vestfjörðum og Ströndum. |
Kl. 11:57 var skip statt á 66°07´N – 025°15´V.
Þaðan sáust tveir borgarísjakar á sjóndeildarhringnum, miðuðust í 280° frá skipinu, komu ekki fram á ratsjá.
Gat ekki ákveðið nákvæmlega fjarlægð jakanna frá skipi sínu, giskaði á um fjórar sjómílur.
Stór hafís sást þann 18. ágúst 2018 út af Bolafjalli (Bolungarvík) liklega meira en 100 km frá landi ("at horizon of the sea") en sjáanlegur með berum augum í norð-norðvesturstefnu.
First Sighting
Large Iceberg.
Radar Conspicuous.
Night-time Hours - Unable to provide an accurate visual description.
Position of Iceberg 66° 34.4'N 021°25.1'W
Second Sighting
Medium Iceberg.
Radar Conspicuous.
Night-time Hours - Unable to provide an accurate visual description.
Position of Iceberg 66° 29.7'N 021° 28.6'W
Third Sighting
Small Iceberg approximately 10 metres across.
Not Radar Conspicuous.
Growler - White water surrounding.
Position of Iceberg 66° 30.9'N 021° 29.2'W
Ongoing Sightings
Bergy Bits in Water throughout time of Observation.
Sea ice map |
Flugskýrsla TF-SIF 17. ágúst 2018. Ísathugunin varði frá kl. 11:14 til 15:04.
T636 staður 66°24‘N –021°54‘V Borgarís.
T533 staður 66°39‘N –021°16‘V Borgarís og töluvert af smærri jökum í kringum þennan stóra (Mynd 1).
T644 staður 66°48‘N –021°17‘V Borgarís (Mynd 2 ).
T612 staður 67°02‘N –021°50‘V Borgarís.
T 624 staður 65°49‘N –020°54‘V inni á Húnaflóa sást ekki vegna skyggnis og því ekki hægt að
sjá hvað það er.
T652 staður 66°50‘N –024° 34‘V borgarís.
T651 staður 66°53‘ N –025°16‘V Borgarís.
T672 STAÐUR 67°01‘N –025°56‘V Borgarís.
T 658 staður 67°03‘N –026°19‘V Borgarís.
T659 staður 66°53‘N -26°20‘V Borgarís.
T660 staður 66°50‘N –026°25‘V Borgarís.
T 674 staður 66°43‘N –026°54‘V Borgarís.
T 678 staður 66°47‘N –026°50‘N Borgarís.
T677 staður 66°38‘N –026°58‘V Borgarís.
T 663 staður 66°40‘N –026°30‘V Borgarís.
T 653 staður 66°23‘N –025°22‘V Borgarís
T679 staður 66°07‘N –026°08‘V Borgarís.
T675 staður 66°24‘N –026°34‘V Borgarís.
T680 staður 66°01‘N –026°13‘V ísjaki.
T682 staður 66°02‘N –026°42‘V Borgarís.
T681 staður 65°54‘N –028°14‘V jaki.
T686 staður 65°51‘N –029°25‘V Borgarís.
T 688 staður 65°46‘N –028°24‘V Borgarís.
Sea ice map |
Hafís sem sáust í flug í dag.
66°43‘N - 020°59‘V Borgarísjaki
66°49‘N – 021°02‘V Borgarísjaki (mynd nr 1) Mælist 258 mtr breiður.
66°57‘N - 020°50‘V Ísjaki
66°57‘N – 021°05‘V ísjaki. (mynd nr. 2)
66°53‘N – 021°21‘V ísjaki.
67°17‘N – 022°14‘V Borgarísjaki.
Við ísjakana eru stakir smærri jakar og íshröngl
Sea ice map |
Engin hafísbreið er sjáanleg á gervitunglamyndum og er kortið því byggt á korti dönsku Veðurstofunnar frá því 12. ágúst og á tilkynningum frá 10. ágúst. Borgarísjakar eru í grend við landið og eru þeir illgreinanlegir á gervitunglamyndum og eru sæfarendur því hvattir til að fylgjast með hafístilkynningum.
Útlit fyirr að austan og norðaustan áttir verða ríkjandi á svæðinu fram á laugardag og er því líklegt að jakarnir fjarlægist landið.
Tilkynning um borgarís frá skipi sjá hnit, sást vel á radar.
Sea ice map |
Tilkynning var að berast um stóran og mikinn borgarísjaka.
Sjá hnit
Sea ice map |
Flugskýrsla TF-SIF 8. ágúst 2018. Ísathugunin varði frá kl. 10:01 til 14:16
Ísjakar sáust á eftirfarandi stöðum:
66°27‘N – 021°21‘V borgarís.
66°23‘N – 021°15‘V ísjaki.
66°58‘N – 021°43‘V
67°06‘N – 021°37‘V
67°13‘N – 022°15‘V
67°09‘N – 023°10‘V
67°06‘N – 023°16‘V
67°02‘N – 023°09‘V
67°00‘N – 023°47‘V
66°55‘N – 024°08‘V
66°45‘N – 024°43‘V
66°35‘N – 024°45‘V
66°24‘N – 025°21‘V
66°38‘N – 025°57‘V
66°40‘V – 026°14‘V
Borgarísjakar sáust á eftirtöldum stöðum og sáust allir vel a ratsjá.
65°21‘N – 029°54‘V
66°20‘N – 030°27‘V
65°22‘N – 029°36‘V
Sea ice map |
Á gervitunglamyndum er engin ísbreiða sjáanleg og hafísskortið því einkum byggt á korti dönsku veðurstofunnar frá 5. ágúst. Víða eru borgarísjakar í grennd við landið og sæfarendur því hvattir til að fylgjast vel með hafístilkynningum.
Norðaustlægar áttir ríka á Grænlandssundi fram á miðvikudag, en síðan snýst í vestanátt og gætu ísjakarnir því áfram haldist nærri Vestfjörðum og Ströndum, á Húnaflóa og út af Skagafirði.
Ísjaki sást frá skipi á 66 26.5N, 021 22.2W, rekur á 0,4 hnúta hraða í norðurátt.
Sea ice map |
Er rúmlega 300 metra langur og 70 metra breiður borgarísjaki virðist strandaður 19,5 sjómílur norðnorðaustur af Selskeri, (Sæluskeri) norðnorðaustur af Ströndum. Ísjakinn getur verið hættulegur sjófarendum en sést vel í ratsjá. Hann er 315 metra langur, 70 metrar á breidd og 33 metrar á hæð, (samkvæmt mælingum Thorbens J. Lund skipherra sem notaði sextant til verksins).
Borgarísjakinn er á stað 66°26,7‘N – 21°21,7‘V. Hann er ekki á hreyfingu og virðist því hafa strandað þarna. Ísjakinn ætti að sjást frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík þegar skyggni lagast, en þoka og þokuloft hefur verið nú síðustu daga við Húnaflóa. Athugað verður með þennan jaka frá veðurstöðinni um leið og skyggni lagast.
út af Ísafjarðardjúpi ísjaki á stað 66°28,9´N - 023°42,3´V sést illa á ratsjá. Stærð c.a. 15x15 metrar, um 3-4 metra hár. Rekur í SV undan NA 7-8 m/s með 0,5 sml hraða.
Tveir minni jakar rétt vestan við hann, sjást ekki á ratsjá.
Sea ice map |
Borgarís nálagt Ísafjörður 66°09,2 N , 024°07,8 V
Sea ice map |
Borgarísjaka á stað 66°06'N og 024°13'V. Jakinn er ca 50m langur og sést vel í radar en molar í kringum hann geta verið hættulegir smærri skipum.
Sea ice map |
Borgarísjaka, stór jaki strandaður/botnfastur út af Selnesi, Skagafirði á stað 65°58,5´N - 019°54,4´V, er að brotna, en brotin leita í land.
Sama skip tilkynnir um annan borgarísjaka á Málmeyjarfirði, snýr sér stanslaust og er að brotna, mikið hröngl við hann á stað 66°03,2´N - 019°28,8´V.
Sea ice map |
Flugskýrsla TF-SIF 31. júlí 2018. Ísathugunin varði frá kl. 11:55 til 13:05
Ísjaki á stað 65°47,8N – 025°15,2V (T0608) 118m langur, 24,7 sml frá Blakk.
Ísjakar á:
1. 65°57,9N – 025°32,2V (T0637)
2. 66°24,1N – 025°19,6V (T0635)
3. 66°20,0N – 025°27,4V
Ísjaki á stað: 66°52,1N – 023°25,6V, um 27 sml NNV af Kögri
Engin ís sjáanlegur í Aðalvík.
Ísjaki á stað: 6626,8N – 02121,9V (T0689) um 250m langur.
Ísjaki á stað: 66°28,1N - 020°51,3V.
Ísjaki á stað 66°07,3N – 021°11,0V.
Ísjakar á:
1. 66°15,1N – 019°47,0V. (T0819) 11 sml NA af Skaga.
2. 66°01,4N - 019°53,6V (T0821) 2,3 sml frá landi. Um 300m langur.
Sea ice map | Kl 12:45, ísjaki á stað: 66°28,1N M- 020°51,3V. |
Borgarísjaki út af Skagafirði á stað 66°13,3'N 019°30,5'V. Stakur jaki með brot í nágrenni.
Sea ice map |
Tilkyningar bárust um ís við Aðalvík, austur af Látravík og í Skagafirði
Sigldum fram hjá borgarísjaka um miðnætti á stað 66°24,9'N 021°21,4'V.
Sea ice map |
Á gervitunglamyndum er engin ísbreið sjáanleg, hafísskoritð er því byggt á korti dönsku veðurstofunnar og flugi Landhelgisgæslunnar þann 27. júlí. Víða eru borgarísjakar í grend við landið, síðasta tilkynning er frá því í gær en þar sáust tveir ísjakar norður af Húnaflóa. Sæfarendur eru hvattir til að fygljast með hafístilkynningum þar sem ísjakarnir eru illgreinanlegir á gervitunglamyndum.
Norðaustlægar áttir verða á Grænlandssundi fram á fimmtudag og ættu því jakarnir að færast nær Grænlandi en fremur hægar suðvestlægar eða breytilegar áttir um helgina og fara því jakarnir líklega nær Íslandi eða hreyfast lítið.
Tveir borgarísjakar sjást á neðangreindum staðsetningum úti fyrir Norðurlandi.
66°28,5'N 021°20,6'V, rekur í 200° samkvæmt ratsjá.
66°14,0'N 021°11,3'V, rekur í 180° samkvæmt ratsjá. Báðir borgarísjakarnir eru stórir og sjást vel í ratsjá þrátt fyrir úfinn sjó. Seinni borgarísjakinn var áætlaður um 40m hár (sjá meðfylgjandi mynd).
Sea ice map | Borgarísjaki úti fyrir Norðurlandi. |
Langhelgisgæslan fór í ískönnunarflug í dag.
Kl. 12:03 voru staðsettir ísjakar/borgarís:
68.10,68N, 21.24,50W
67.46,40N, 19.46,30W
67.19,05N, 20.56,67W
67.11,30N, 21.00,91W
og kl. 12:50, borgarís á víð og dreif, misstórir:
67.40,49N, 22.59,50W
67.40,63N, 22.57,30W
66.59,82N, 23.07,29W
66.52,67N, 23.01,86W
66.50,36N, 22.08,79W
Könnun lauk kl 12:50
Sea ice map |
Kl. 16:00 jaki á stað 66°44,6´N - 024°22,5´V mjakaðist í Austur. Mjög breiður en ekki hár, 10-15 metrar á hæð.
Kl. 19:30 á stað 67°00´N - 023°01,5´V Borgarísjaki, sést ágætlega í ratsjá, c.a. 80 metra langur 20 metra hár, austurendi (fjórðungur jakans) við það að brotna af. Í laginu eins og Kafbátur, færist til NV.
Kl. 19:30 jaki séður í ratsjá á stað 66°56,4´N - 022°53´V.
Sea ice map |
Borgarísjaka á stað 66°19´N – 021°14,2´V
Um 50 metra hár, mjög stór en klofinn og virðist vera að molna niður.
Molar liggja suður frá honum, sem sjást ekki í ratsjá, hættulegir skipum.
Sea ice map | ||
Skip tilkynnir um hafís við Norðurströnd landsins. Skipið tilkynnir um tvo ísjaka á staðsetningum
66' 11.1"N, 020' 17.6"V og
66' 17.5"N, 019' 49.0"V (Mynd nr.1)
kl. 19:46 sem þokast SSA.
Skipið tilkynnir einnig um þriðja ísjakann á staðsetningu
66' 21.0" N, 021' 15.7" V (Mynd nr.2)
kl 20:47.
Sea ice map | Hafís á staðsetningu 66' 17.5"N, 019' 49.0"V kl. 19:46. Þokast SSA. (Mynd 1) | Hafís á staðsetningu 66' 21.0" N, 021' 15.7" V kl. 20:47. (Mynd 2) |
Ekki sést samfelldur hafís á svæðinu, en finna má borgarís og -brot jafn vel út af Ströndum, á Skagafirði og Húnaflóa. Spáð er norðaustanátt næstu daga þ.a. borgarís á Grænlandssundi ætti að fjarlægjast landið.
Sæfarendur á svæðinu er hvattir til að fylgjast vel með hafístilkynningum!
Dreifður borgarís og -brot, jafnvel út af Ströndum á Skagafirði og Húnaflóa. |
Skip tilkynnir um Borgarísjaka á stað 66°25,3´N - 019°52,3´V, amk 50 metra lengd, svipaður Dyrhólaey í lagi, amk 30 m hár til endanna. Molar í nágrenni.
Sea ice map |
Skip tilkynnir um ísjaka í 66°21N 18°47W. Stór jaki og minni molar austan við hann, gætu verið hættulegir minni bátum.
Sea ice map |
Stóran borgarísjaka á 66°17,5´N – 021°35,0´V
Yfir 100 metra á kanta, c.a. 20-30 metra hár, virðist strandaður á 60 metra dýpi.
Mikið af litlum brotum sem liggja í SV frá jakanum sem stafar hætta af fyrir báta.
Sést vel í ratsjá og með berum augum úr mikilli fjarlægð.
Sea ice map |
Talsvert er af mjög stórum borgarís undan Vestfjörðum norðanverðum sem og fyrir Norðurlandi öllu. Eru flestir frekar djúpt undan, þó ekki allir.
66:58.5N, 020:03.0W um 450 x 400 metrar breiður, ca. 10-20 metrar á hæð. Talsvert af ísdreifum í námundan við jakann (stóra myndina).
67:03.0N, 023:23.0W þrír stórir jakar.
67:10.0N, 022:23.0W tveir jakar
66:54.0N, 020:49.0W þrír jakar
66:41.0N, 020:01.0W þrír jakar
66:27.0N, 019:00.0W toppóttur
66:19.0N, 019:00.0W frekar lítill en hættulegur minni skipum og bátum.
66:21.0N, 020:54.0W breidd ca. 120 metrar, 30-40 metrar hár.
Sea ice map |
Borgarísjaka á stað 66°24,7´N - 019°10,5´V. Kom inn í 6 sml fjarlægð á Ratsjá, greinilega í bráðnun. Hefur færst 5 sml til SA síðan 09:00 í morgun. Smærri molar allt að 0,5 sml suður af jakanum, lágir & hættulegir smábátum.
Sea ice map |
Borgarís á stað 66°39,8N 021°35,4V
Mjög stóran borgarísjaka. Engir molar sjáanlegir í kring, mjög hár, kantar eins og klettabelti, og dalur í honum.
Skip á 66°39,8N 021°35,2V þann 11. júlí sigldi framhjá kl. 22:35. Sést vel á radar. Molar sjást.
Sea ice map |
Borgarís á stað 67°36N 020°14V ,sést vel í radar. er um 300metra og 30-40metra hár.
Sea ice map |
Ein stök hafísspöng sést á Sentinel 1 gervitunglamynd sem var tekin klukkn 08:04 þann 8. júlí, en á eldri myndum frá 5-8 júlí sjást víða stöku borgarísjakar og eru þeir fleiri nær Grænlandi heldur en annarsstaðar. Samfelldur hafís finnst ekki fyrr en við eða norður af Scoresbysundi.
Suðvestanátt er ríkjandi á Grænlandssundi fram á föstudag og má því búast við að borgarísjakarnir fjarlægist Grænland enn meira, en um helgina snýst í norðaustanátt og ættu þeir stutt síðar að byrja að nálgast Grænland aftur.
Borgarísjaki 100 metra breiður, 30-40 metra hæð, engir molar í grennd en virðist vera að byrja að brotna, komin sprunga/gjá í hann. Hreyfist í átt að landi.
Staðsetning: 66°49,6´N - 020°49,7´V
Sea ice map |
Borgarísjaka, amk 0,5 sml á vídd, smærri molar í nágrenni, á stað 66°40,0´N – 021°35,3´V.
Annar Ísjaki var sjáanlegur á ratsjá á stað 66°38,807´N – 021°34,385´V
Sea ice map |
Borgarísjakinn sem hefur verið á leið inn Húnaflóa er kominn töluvert innar, sjáum hann illa á radar en teljum hann vera staddan á 65°48,558'N og 21°04,648'V. Hann er búinn að vera á töluverðri hreyfingu inná við síðan í gærkveldi
Sea ice map | Borgarís á Húnaflóa |
Tilkynning barst um borgarísjaka í Húnaflóa.
Ísjakinn er austan meginn í flóanum um 4-5 km frá landi, í norðurátt frá Skagaströnd ca. 10-15 km.
Hafískort byggt á Sentinel 1 gervitunglamynd sem var tekin klukkan 08:03 í dag, en þar sést að ein stök ísspöng í um 170 sjómílna fjarlægð frá Horni, annars þarf að fara norður fyrir Scoresbysund til að finna hafís við Grænlandsstrendur. Nokkrir borgarísjakar sjást þó á gervitunglamyndum en ekki er hægt að greina þá alla, síðasta tilkynning um ísjaka nálægt Íslandi kom á laugardaginn var.
Suðvestlægar áttir verða á Grænlandssundi fram á miðvikudag og má búast við að spöngin færist til austurs, en svo snýst í norðan- og austanátt á svæðnu og má reikna með að hafísinn færist aftur nær Grænlandi.
Borgarís kl.02:10 á stað 66°41N 021°41V þokast í NA 0,2sml.
Stærð ekki tilgreind.
Sea ice map |
Skýjað á svæðinu og því lítið hægt að sjá af gervitunglamyndum. Meðfylgjandi kort er byggt á gögnum frá Dönsku Veðurstofunni.
Síðustu vikur hafa borgarísjakar verið nærri landi á norðanverðum Húnaflóa og við Strandir. Fyrir tveimur dögum tilkynnti skip um ísjaka á 66:44.2N, 21:53.3 og 66:52.8N, 21:27.9W og ekki er útilokað að aðrir jakar séu á svæðinu.
Næstu daga er spáð þrálátum suðlægum og suðvestlægum áttum.
Tilkynnt var um Borgarísjaka á stað 66°44,2´N - 021°53,3´V, fjórar sjómílur í ANA frá honum eru alls 9 smærri jakar, allir hættulegir skipum, sjást í ratsjá en mikil bráðnun við núverandi aðstæður.
Annar borgarísjaki er á stað 66°52,8´N - 021°27,9´V. Gæti verið dreif af jökum í kring, sést ekki vegna fjarlægðar skips sem tilkynnir.
Sea ice map |
Borgarísjaki sást á stað 66°44,1´N – 021°53,4´V
Mat vakthafandi lengd jakans sem 185 metra.
Sea ice map |
Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum, annar jaki mjög lár er vestan við Sælusker, eða mitt á milli Sæluskers og Veturmýrarness frá Litlu-Ávík að sjá ca 20 km frá landi.
Borgarís austan við Sælusker (séð frá Litlu-Ávík). | Borgarísjaki vestan við Sælusker (séð frá Litlu-Ávík). |
SENTINEL-2 mynd af Litlu Ávík og nágrenni í dag sýnir borgarísjaka og borgarbrot á Húnaflóa.
Mynd frá Ingibjörgu Jónsdóttur, Háskóla Íslands. |
Myndin er teiknuð eftir gervitunglamynd frá 18. júní. Meginísjaðarinn er um 70 sjómílur norðvestur af Sauðanesi.
Borgarísjaki á 67°02,307N og 22°44,457W. Þar er einn stór og nokkrir minni í kring.
Sea ice map |
Mjög stór borgarísjaki, stakur. Staðfest að þetta er ekki sami ísjaki og sást í gærkvöldi, sá er enn á svipuðum slóðum.
Sea ice map | Borgarísjaki |
Borgarísjaki á 66°32,6N, 023°31,13W. Litlir molar í 1 sml radius út frá jaka, 2-5 metrar í þvermál og standa uppúr allt að 1,5 m og niður í að mara í kafi. Molarnir sjást ekki á radar.
Jaka rekur ´0,9 sml í 166° styttist í fallaskipti
Skipstjóri sér 7-8 stk í kringum sig á stað 66°31,174 023°31,542
Sea ice map |
Borgarísjaka á 66°33,12 N og 023°26,52 W. Sést vel á radar og sést með berum augum í 2 sml fjarlægð. Var plottaður og ferðast ekki.
Sea ice map |
Nýjustu gervitunglamyndir sýna að enn eru stöku ísjakar eftir á utanverðum Húnaflóa þó að megnið af ísnum sé farinn. Sjófarendur eru beðnir um að fara með gát á þessum slóðum.
Hafís 15. júní 2018 |
Enn eru nokkrar spangir eftir af hafís, t.d. 10 sjómílur norðan Horns og önnur 20 sjómílur austan Horns.
Borgarísjakinn virðist enn vera á svipuðum slóðum, en nú er ekki hægt að þekkja hann jafn vel úr öðrum merkjum því hann virðist hafa minnkað talsvert. Það er enn ástæða fyrir skip að vera meðvituð um hugsanlega jaka eða borgarbrot.
Mynd frá Ingibjörgu Jónsdóttur. |
Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík, 5-6 km. austur af Sæluskeri (Selskeri), um 20 km. frá landi. Hnit aðeins til viðmiðunar.
Sea ice map | Frá Litlu-Ávík |
Hafís er 12 sjómílur frá Horni.
Mynd frá Ingibjörgu Jónsdóttur |
Hafískönnun hófst kl.14:25 á 66°.33'N 023°13'V
Næst landi var ísinn um 8.8 sjómílur af Horni, töluvert íshrafl er út frá meginísröndinni.
Það sem sást af þéttleika var hann um 3-4/10.
Ískönnun lauk kl 14:45
Sea ice map |
Ný ratsjármynd frá því klukkan 8:21 í morgun sýnir að hafísinn er nú 9 sjómílur frá Horni.
Hafísinn er nú 9 sjómílur frá Horni. |
Ný ratsjármynd sýnir að hafísinn er á svipuðum slóðum og kom fram í ískönnunarflugi Landhelgisæslunnar í gær. Hann er um 3 sjómílur NA af Horni. Nokkuð um litla borgarísjaka.
Ný ratsjármynd sýnir að hafísinn er á svipuðum slóðum og kom fram í ískönnunarflugi Landhelgisæslunnar í gær. Hann er um 3 sjómílur NA af Horni. Nokkuð um litla borgarísjaka. |
Hafískönnun hefst klukkan 15:05, hefst á stað: 66°36‘N 020°57‘V
Næst landi var ísinn um 3 sml NA af Horni, töluvert íshrafl er út frá meginísröndinni.
Það sem sást af þéttleika var hann um 3-5/10.
Veður:ANA 25hn og þokuloft.
Ískönnun lauk klukkan 15:43.
Sea ice map | Hafísjaðar teiknaður af LHG | Flugleið |
Þetta hafískort er byggt á radarmælingum úr gervitungli, stuðst var við eina mynd en hún var numin klukkan 8:29 í morgun. Á þá mynd vantar hafsvæðið norður af Hornströndum, en Landhelgisgæslan fór í flug í dag og munu myndir úr því flugi birtast innan skamms.
Ekki er hægt að greina allan hafís með gervitunglamyndum og er líklegt að einhverjir ísjakar og ísdreif sé fyrir utan meginröndina.
Útlit er fyrir norðan og norðaustanátt á svæðinu fram á næstu dögum og því má búast við að hafísinn fer til suðausturs eða austurs.
Sentinel SeaIce SAR HH, numin 11. júní 2018 kl 08:29 |
Hafís við Ísland 10. júní 2018 kl. 19:06 GMT
Á gervitunglamynd frá því kl. 19:06 í gærkvöldi má sjá dreifðan hafís um 4 sjómílur austan við Horn. Borgarís færist suður, en hafísinn hefur hnikast til norðurs miðað við útmörkin í morgun.
Hafís við Ísland 10. júní 2018 kl. 19:06 GMT
Ingibjörg Jónsdóttir, Háskóla Íslands.
Byggt á gervitunglamyndum: SENTINEL-1 frá ESA Copernicus |
Gervitunglamynd frá kl. 07:48 sýnir að jakahrafl er allt að 2.5 sjómílna fjarlægð frá Horni.
Hafís við Ísland 10. júní 2018 kl. 07:48 |
Hafísgögn frá Gervitungalmynd 9.6.2018 kl. 07:56 og Landhelgissgæslu Íslands 8.6.2018.
Spöngin hefur aðeins fjarlægst land, en er samt í 6 sjómílna fjarlægð.
Hafís við Ísland 9. júní kl. 07:56 |
Ískönnun kl. 11:50 hefst á stað: 66°N -026°16´V
Frá punkti 18 liggur ísinn til NNA. Þéttleiki íss er 6-7/8 innan meginbrúnar, talsverðar ísdreifar
í flóum og út frá meginrönd. Gisinn ís (þéttar spangir) nær allt að 2,5 sjml austur af Horni þar
sem hann er næst landi. Meginbrún er næst Kögri til norðvesturs í 23 sjml fjarlægð.
Veður á athugunartíma: SV20-25 hn á hafísslóðum. Alskýjað í 1000 fetum, gloppur inn á milli. Lofthiti +4°C í 1000 fetum. Lágþoka yfir ísnum norðvestast á slóðinni.
Veðurspá: Áframhaldandi suðvestan og vestanáttir á svæðinu yfirleitt 10-15 hn, en lægir í fyrramálið. Snýst í austan og norðaustan 15 hn um hádegi á morgun.
Sea ice map | Flugleið | |
Meginrönd hafísjaðarsins er teiknuð sem græn lína. |
Hafísspöngin er nú 4 sjómílur norðaustur af Horni samkvæmt ratsjármynd frá klukkan 18:41 í kvöld. Borgarísjaki sést einnig greinilega á myndinni.
Þétt hafísspöng teygir sig nú í átt að Hornbjargi úr NA. Í morgun var hún næst landi 7 sjómílur NA við Horn.
Þétt hafísspöng teygir sig nú í átt að Hornbjargi úr NA. Í morgun var hún næst landi 7 sjómílur NA við Horn. |
Hafísinn er nú 14 sjómílur norður af Kögri, en smá flekkur með ísdreifum virðast vera um 8 sjómílur norður af Hælavíkurbjargi.
Hafísinn er nú 14 sjómílur norður af Kögri, en smá flekkur með ísdreifum virðast vera um 8 sjómílur norður af Hælavíkurbjargi.
|
Flug Landhelgisgæslunnar 5. júní. Næst landi var ísinn um 15 sml. norður af Kögri, en ísdreifar allt að 11 sml. frá landi. Þéttleikinn var um 6-7/10 þar sem hann var þéttastur en töluverðar dreifar með brúninni.
Sea ice map | Hafísbrún | SLAR-mynd af ís norður af Horni. |
Við gerð þessa hafískorts var notast við radarmælingar úr gervitungli (SENTINEL-1, SAR). Notaðar voru tvær myndir (báðar þeirra fylgja). Stærstur hluti kortsins var gerður með mynd sem tekin var þriðjudaginn 5. júní 2018 kl. 08:30Z. Því miður voru ekki gögn norður af Horni á þeirri mynd og staðsetning hafíssins þar er gerð eftir mynd frá mánudeginum 4. júní kl. 19:07Z og mældist ísröndin þá næst í um 12 sjómílna fjarlægð frá Horni. Skýjað hefur verið í dag á fremur litlu svæði norður af Horni og hafa hefðbundnar tunglmyndir (sýnilegt og innrautt ljós) ekki gefið nýjar upplýsingar um stöðu meginrandarinnar þar sem hún er næst landi.
Taka ber fram að ídreifar eða stakir minni jakar eru illgreinanlegir á SAR myndunum og gætu því verið nær landi en meginlínan sýnir. Ekki hafa borist gögn nýlega til að ákvarða austurjaðar hafísbreiðunnar og er hún því óviss sem stendur.
Á síðastliðinn miðvikudag (30. maí) snérist til suðvestanáttar á Grænlandssundi. Síðan þá hefur suðvestan- og vestanátt verið samfleytt á svæðinu og er dagurinn í dag sjöundi dagurinn með þessum vindáttum sem líklegastar eru til að hjálpa til við að færa hafísinn nær landi. Hæð hefur verið þaulsetin suður af landi og yfir því og hefur hún viðhaldið suðvestanáttinni. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á Grænlandssundi út föstudag. Hafísinn gæti því borist enn nær landi næstu daga og mögulega lokað siglingaleiðum.
Greining á gervitunglamynd sem var tekin kl. 19:08 sýnir að ísinn hefur færst aðeins nær landi en hann var fyrr í dag og er nú tæpar 12 sjómílur frá Horni.
Næstu daga er spáð áframhaldandi suðvestan átt sem getur ollið því að hafísinn færist en nær landi.
Ísinn hefur færst nær landi og er nú tæpar 12 sjómólur frá Horni. |
Hafís kannaður með flugi. Næst landi var ísinn um 12,5 sjml. norður af Hælavíkurbjargi.
Sea ice map |
Tilkynning barst um að hafís færist nær landi:
"Tvær ratsjármyndir voru teknar, önnur í morgun og hin snemma í kvöld. Línurnar eru aðgreindar á myndinni, eftir tímasetningu. Þar sést að nokkur færsla hefur verið á ísnum á þessu tímabili. Í kvöld var ísinn rúmar 15 sjómílur frá Kögri."
"Ísinn er kominn glettilega nálægt landi í SV áttinni sem verið hefur, og líkur eru á að hann færist eitthvað nær, þar sem spáð er SV-átt fram að helgi."
Hafís við Ísland 3. júní 2018, 07:57 (austurhluti) og 19:15 (vesturhluti) |
Komið að hafísrönd á stað: 66°29'N -026°29'V. Nyrst eða á stað 67°11'N, 24°14'V lá ísröndin til norður
Megin ísbrúnin var um 4/8 og smá íshrafl út frá henni.
Veður við Ísinn: SSV 23hn, þokubakkar.
Coast Guard flight 30.05.2918 |
Frekar dreifður hafís á Grænlandssundi en kortið er byggt á gervitunglamynd frá 09:27 þann 28 maí. Ísspangir víða en með mildu veðri er bráðnun hröð. Hafísinn er u.þ.b 45 Nm NV af Barða og má bást við að ísinn fari til NA þar sem suðlægar áttir verða næstu daga.
Hafísjaðar er um 55 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en stakir jakar eða spangir geta verið nær landi. Hafísinn hefur nálgast landið allhratt síðustu daga. Suðaustanátt á morgun, en suðvestlægar áttir síðar í vikunni og getur því hafísinn færst enn nær og því vert að fylgjast með þróuninni.
Hafískort var gert eftir gervitunglagögnum frá laugardeginum 12. maí 2018. Þá bárust radarmyndir af hafíssvæðinu og auk þess var hálfskýjað á svæðinu þannig að það sást til hafíssins á hefðbundnum tunglmyndum einnig. Í gær og í dag (sun. og mán.) hefur verið skýjað á hafíssvæðinu og radargögn ekki borist.
Meginröndin mældist vera um 85 sjómílur frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar og rastir gætu verið nær landi. Suðvestlægar áttir verða algengar á Grænlandssundi þessa vikuna og gæti því hafísinn nálgast landið.
Hafísjaðarinn er næst landi um 30 sjómílur NNV af Straumnesi. Spáð er norðaustanátt á svæðinu næstu daga og því líklegt að hafísinn fjarlægist.
Hafísinn er um 57 sjómílur frá Straumnesi. Byggt á gervitunglamyndum.
Hafísröndin er nú 80 sjómílur frá Straumnesvita. Byggt á gervitunglamyndum.
Þar sem skýjað hefur verið að undanförnu, þá er hafískort dönsku veðurstofunnar notað til hliðsjónar. Ekki er útilokað að einhvern ís sé að finna nær Íslandi en línan gefur til kynna en svo virðist sem hafísinn sé um 80 nM NV af Straumnesi og er það aðallega um vel brotinn ís og spangir að ræða.
Hafísjaðarinn er nú staddur um 65 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Skýjað hefur verið lengi á vestanverðu kortinu og því erfitt að segja til um hvar hafísjaðarinn liggur þar.
Útlit er fyrir að sunnan- og austlægar áttir verða ríkjandi næstu viku, og því má gera ráð fyrir að hafísinn færist nær Grænlandi.
Frekar óljósar myndir af hafísnum síðustu daga, en áætlaður hafísjaðar er um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Norðaustlægar áttir verða ríkjandi næstu daga.
Teiknað eftir gervitunglamynd Sentinel tunglsins frá sunnudeginum 25. mars. Hafísjaðarinn um 85 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en ísinn þar er gisinn.
Þéttur hafís með allri Grænlandsströnd sést vel á gervitunglamyndum Sentinel-tunglsins. Suðvestanáttir næstu tvo daga geta flutt borgarís nær landi, en síðan snýst í norðaustanátt sem bægir borgarís frá landinu.
Hafísjaðarinn er um 81 sml norðvestur af Straumnesi. |
Heiðskírt var á stórum hluta hafíssvæðisins síðdegis í gær (sun. 11. mars 2018) og var hafískort teiknað eftir tunglmyndum. Meginröndin var vel sýnileg og mældist hún í 98 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi.
Norðaustanátt hefur verið allsráðandi á Grænlandssundi allan marsmánuð. Veðurspár gera ráð fyrir að norðaustanáttin verði áfram ríkjandi á svæðinu alla vikuna og ætti hafísinn því að haldast áfram fjarri landi.
Töluvert af skýjum hafa verið á Grænlandssundi að undanförnu en þó virðist sem hafísinn sé alllangt vestur af landinun en næst landi er hann um 75 nm NV af Straumnesi. Með norðaustanátt næstu daga eru litlar líkur á að hann komi nær landinu.
Suðlægar og suðvestlægar áttir ríkjandi á Grænlandssundi fram á miðvikudag og því er líklegt að hafísinn fer til norðausturs eða austurs. Norðaustanátt ríkjandi frá miðvikudegi og því má búast við að hafísinn komi til suðurs en að hann haldi sér þó nálægt Grænlandi.
Vegna tækiörðuleika er ekki hægt að teikna ískort, en meðfylgjandi mynd sýnir ísjaðarinn sem er all langt frá Vestjförðum. Myndin er frá sunnudagsmorgni, 18. febrúar.
Kort verður gert um leið og unt er.
Viðvarandi norðaustanátt hefur þjappað hafísnum nokkuð þétt upp að Grænlandi og virðist lítið vera um dreyfðan ís. Næst Íslandi virðist ísinn vera um 90 nM NV af Straumnesi.
Hafísjaðar er nú um 100 sjómílur norðvestur af Barði. Áframhaldandi norðaustanáttir verða á svæðinu.
Tilkynnt um borgarísjaka kl: 1050 í morgun á stað 66°11,5 N - 021°09,5 W
Að sögn skipstjóra var hann á mjög hægri ferð A-SA
Hafískort byggt á gervitunglamyndum, einkum Sentinel-1 ratsjártunglinu.