Veðurstofa Íslands 90 ára

Íslandskort 17. júní 2009
© Veðurstofa Íslands
Einfaldað veðurkort af Íslandi kl. 12 á hádegi hinn 17. júní 2009.

Nýjar fréttir

Árið 2025 verður alþjóðaár jökla

Sameinuðu þjóðirnar hafa nýlega ákveðið að árið 2025 verði helgað jöklum á hverfanda hveli og að 21. mars ár hvert verði dagur jökla. Þetta er til þess gert að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti.

Í aðdraganda jöklaársins standa ýmsar stofnanir, háskólar og alþjóðasamtök fyrir nokkrum viðburðum til þess að beina athygli að jöklabreytingum og mikilvægi þeirra.

Lesa meira

Mælingar sýna svipuð merki og fyrir síðustu eldgos á Sundhnúksgígaröðinni

Uppfært 13. ágúst kl. 12:00

Mælingar á aflögun og jarðskjálftavirkni sýna svipuð merki og fyrir síðustu eldgos á Sundhnúksgígaröðinni. Einnig sýna líkanreikningar að rúmmál kviku undir Svartsengi er núna áætlað meira en fyrir síðasta eldgos sem hófst þann 29. maí. Landris og kvikusöfnun hélt áfram í tvær vikur fyrir það eldgos eftir að þessum mörkum var náð. Þess vegna þarf að gera ráð fyrir því að kvikuhlaup og eldgos geti hafist hvenær sem er, en fyrri dæmi sýna að það gæti þó dregist.

Lesa meira

Hversvegna hefur verið svona kalt á Íslandi í sumar ef gróðurhúsaáhrif eru að valda hnattrænni hlýnun?

Í lok júlí 2024 tilkynnti loftslagsþjónusta Kópernikusaráætlunarinnar að 22. júlí hefði verið heitasti dagur á jörðinni síðan amk. 1940. Þessar niðurstöður byggja á ERA5 gagnasafninu og má telja nokkuð öruggar. Í ljósi þess að yfirborð jarðar er nú tæpri gráðu heitara en um miðbik síðustu aldar, og þá var hlýrra en verið hafði frá upphafi mælinga má leiða að því líkur að 22. júlí hafi verið heitasti dagur jarðar frá upphafi mælinga, og hugsanlega í mörg hundruð ár. Hvað veðurfar á Íslandi varðar er merkilegt að þrátt fyrir hnattræn hitamet héldu norðlægar áttir og  svalsjór við Ísland hitanum hér á landi niðri. 

Lesa meira

Sextugasti og fyrsti fulltrúafundur Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar

Sextugasti og fyrsti fulltrúafundur Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) var haldinn í Sofia, Búlgaríu, frá 27. júlí til 2. ágúst 2024. Fulltrúar 195 aðildarríkja ræddu mikilvæga þætti er varða gerð skýrslna fyrir sjöunda matstímabilið. Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, sótti fundinn fyrir Íslands hönd.

Á dagskrá voru meðal annars tímasetning skýrslugerðar og drög að útlínum sérskýrslu um loftslagsbreytingar í borgum og skýrslu um aðferðafræði sem snýr að leiðbeiningum fyrir losunarskráningar þjóða.

Lesa meira

Tíðarfar í júlí 2024

Júlí var tiltölulega hlýr á norðanverðu landinu, en það var svalara sunnanlands. Loftþrýstingur var óvenju lágur í mánuðinum, vindhraði var yfir meðallagi og tíð var nokkuð óhagstæð miðað við árstíma. Það var óvenju blautt og þungbúið á suðvestan- og vestanverðu landinu. Á nokkrum veðurstöðvum á Vesturlandi var júlíúrkoman sú mesta sem mælst hefur. Það var þurrara og sólríkara á Norður- og Austurlandi.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica