Fréttir
Skjár sem sýnir illviðrið sem tengt var leifum fellibylsins Ike í námunda við landið. Myndirnar eru byggðar á gögnum úr gervihnetti, veðursjá og almennum veðurathugunum. Efri myndin til vinstri er úr veðursjá á Miðnesheiði en sú hægra megin er samsett úr gögnum úr gervihnöttum og veðursjá. Myndin neðst til vinstri sýnir þrýstifar á klukkustundarfresti (og almennar athuganir) en myndin neðst til hægri er úr gervihnetti. Atburðarás tveggja sólarhringa var sýnd á um 15 sekúndum.