Ný veðurstöð á Hvanneyri
Á undanförnum tveimur árum hefur Veðurstofa Íslands í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands unnið að færslu og uppfærslu á veðurmælingum á Hvanneyri. Síðan sjálfvirk veðurstöð var sett upp á Hvanneyri árið 1997 hefur umhverfi hennar tekið nokkrum breytingum og veðurstöðin er orðin umlukin trjágróðri og byggingum. Hún uppfyllir því ekki lengur kröfur Veðurstofunnar og Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um stöð sem mælir veður sem er lýsandi fyrir svæðið. Að auki uppfyllir hún heldur ekki kröfur Landbúnaðarháskólans fyrir landbúnaðarrannsóknir. Þess utan er veðurstöðin í alfaraleið innan Hvanneyri og hafði stundum orðið fyrir hnjaski vegna leiks og starfa íbúa á svæðinu. Því var ljóst að til að hægt væri að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til veðurmælinga þyrfti að færa þær til innan Hvanneyris.
Lesa meiraSíðla vetrar 2014 - 2015 féll mastrið sem ber uppi sjálfvirku veðurstöðina á Skálafelli og fyrsta dag aprílmánaðar var farið upp á Skálafell að sækja mastrið. Hafin er smíði á nýju mastri eftir því gamla vegna þess að þörf er á veðurstöð á þessum stað. Sennilega hefur stag slitnað eða losnað frá mastrinu. Það olli því að mastrið féll vegna ísingar og vinds. Vera má að stagið hafi slitnað eða losnað frá töluvert áður en mastrið féll.
Lesa meira