Norðlæg eða breytileg átt 5-15 m/s og víða snjókoma, slydda eða rigning, hvassast sunnan- og suðaustanlands. Snýst í vestan 8-18 uppúr hádegi, hvassast norðan- og austantil. Dregur úr ofankomu, lítilsháttar él síðdegis en styttir upp á Suðaustur- og Austurlandi í kvöld. Hiti 0 til 8 stig yfir daginn. Fer að lægja í kvöld.
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s á morgun. Skýjað með köflum vestantil og sums staðar dálítil væta, en léttskýjað um landið austanvert.
Spá gerð 02.04.2025 07:33
Hvöss vestan- og norðvestanátt á Suðausturlandi og Austfjörðum eftir hádegi, varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 02.04.2025 07:33
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
4,6 | 01. apr. 13:49:06 | 90,0 | 321,4 km SSV af Eldeyjarboða á Rneshr. |
4,3 | 01. apr. 16:54:51 | Yfirfarinn | 3,9 km ANA af Reykjanestá |
4,2 | 01. apr. 07:50:05 | 35,1 | 268,9 km V af Eldeyjarboða á Rneshr. |
Áköf jarðskjálftahrina hófst í gærmorgun kl. 6.30 á Sundhnúksgígaröðinni. Í kjölfar kvikuhlaups hófst eldgos svo kl. 9:44 norðan varnagarðarins við Grindavík. Skjálftavirkni heldur áfram en kvika hefur ekki sést leita til yfirborðs frá því í gærdag.
Í gær, rétt undir klukkan 17, urðu þrír skjálftar við Reykjanestá. Stærsti skjálftinn mældist 5,3 að stærð en fundust þeir allir í byggð. Hann skráist sem 4,3 á vefnum okkar en ástæða þess er sú að þörf er á ýtarlegri úrvinnslu þegar skjálftar eru af þessari stærðargráðu. Skjálftarnir eru líklega gikkskjálftar sem verða vegna virkninnar við Sundhnúksgígaröðina.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 02. apr. 06:11
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 04. mar. 11:42
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | mið. 02. apr. | fim. 03. apr. | fös. 04. apr. |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Uppfært kl. 21:40
Af vefmyndavélum að dæma er enga gosvirkni að
sjá á sprungunni sem opnaðist í morgun rétt norður af Grindavík. Áfram mælist þó skjálftavirkni og aflögun vegna
kvikuhreyfinga á norðaustur enda kvikugangsins sem myndaðist í dag. Á meðan áfram mælist skjálftavirkni og aflögun
í kvikuganginum þarf að reikna með að ný gossprunga gæti opnast..
Aflögunarmælingar (GPS) sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram, þó svo að hraði landriss hafi minnkað lítillega síðustu vikur. Þrátt fyrir hægara landris er áfram talið líklegt að kvikuhlaup og/eða eldgos verði á Sundhnúksgígaröðinni.
Lesa meiraMiðað við tiltæk vöktunargögn og túlkun þeirra (þann 21.03.2025) bendir allt til þess að rúmmál kviku sem safnast hefur nú undir Svartsengi nái á endanum að byggja upp nægan þrýsting til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Hér er hlekkur á samantekt á við hverju má búast í næstaeldgos.
Lesa meiraAlls staðar í heiminum bera jöklar þess merki að loftslag er að hlýna vegna athafna mannkyns. Mælingar á magni koltvísýrings í lofti hafa verið gerðar á Mauna Loa á Hawaii síðan 1958 og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum frá árinu 1992 og eykst styrkur hans jafnt og þétt. Gildin sem nú mælast eru þau hæstu í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Yfirstandandi loftslagsbreytingar eru fordæmalausar og ískjarnarannsóknir á ísbreiðum Suðurskautslandsins og Grænlands sýna það vel.
Lesa meiraUm kl. 14:30 í gær hófst nokkuð áköf jarðskjálftahrina nærri Reykjanestá. Mestur ákafi var í hrinunni í upphafi þegar um 50 – 60 jarðskjálftar mældust fyrstu klukkustundirnar. Þegar leið á daginn dró úr virkninni, en jókst síðan aftur skömmu fyrir miðnætti þegar jarðskjálfti af stærð 3,5 varð. Eftir að virknin jókst aftur í gærkvöldi færðist virknin aðeins vestar eins og meðfylgjandi mynd sýnir, þar sem bláir hringir sýna staðsetningu skjálfta sem urðu í upphafi hrinunnar í gærdag en gulir og rauðir skjálftar sem síðan urðu seint í gærkvöldi og nótt.
Lesa meiraFebrúar var óvenjulega hlýr, úrkomusamur og snjóléttur. Suðlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum. Töluvert var um illviðri, sérstaklega í byrjun mánaðar. Verst var veðrið dagana 5. og 6. febrúar þegar mikið sunnan hvassviðri gekk yfir landið. Veðrið bættist í hóp verstu óveðra síðustu ára. Samgöngur lágu niðri og veðrið olli töluverðu tjóni víða um land.
Lesa meira