Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Vestan 8-15 m/s í fyrstu, hvassast austast, en lægir síðan. Dálítil él norðaustantil í fyrstu, en annars bjart með köflum.
Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s í dag, en hvassara í vindstrengjum við fjöll vestast. Skýjað með köflum vestantil og sums staðar dálítil væta, en yfirleitt léttskýjað eystra. Hiti 0 til 8 stig.

Spá gerð 02.04.2025 23:27

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Engin virkni sjáanleg í gossprungunni sem opnaðist í gær - 2.4.2025

Uppfært 2. apríl kl. 14:50

Engin virkni hefur verið á gossprungunni frá því síðdegis í gær en glóð logar enn í nýja hrauninu og er svæðið óstöðugt og varasamt. Mælingar sýna að rúmmál þess hrauns sem myndaðist í gær var um 0,4 milljón m3. Mælingin er byggð á gögnum sem sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar söfnuðu í mælingaflugi yfir gosstöðvarnar síðdegis í gær. Hraunbreiðan sem myndaðist er sú minnsta sem hefur myndast frá því að goshrinan á Sundhnúksgígaröðinni hófst í desember 2023. Rúmmálið er um 1/6 af rúmmáli hraunbreiðunnar sem myndaðist í eldgosinu í janúar 2024 sem er næst minnsta eldgosið.

Lesa meira

Hvernig munu loftslagsbreytingar hafa áhrif á þitt nærsamfélag? - 2.4.2025

Loftslagsbreytingar hafa margvísleg áhrif á umhverfi og samfélög. Mikilvægt er að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um þróunina og hvað hún gæti þýtt fyrir nærumhverfi og lífsskilyrði.

Lesa meira

Áfram þarf að reikna með nýju eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni - 25.3.2025

Uppfært 25. mars kl. 14:15

Aflögunarmælingar (GPS) sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram, þó svo að hraði landriss hafi minnkað lítillega síðustu vikur. Þrátt fyrir hægara landris er áfram talið líklegt að kvikuhlaup og/eða eldgos verði á Sundhnúksgígaröðinni.

Lesa meira

Erfitt að fá skýra mynd af þróun virkninnar til næstu ára á Reykjanesskaganum - 21.3.2025

Miðað við tiltæk vöktunargögn og túlkun þeirra (þann 21.03.2025) bendir allt til þess að rúmmál kviku sem safnast hefur nú undir Svartsengi nái á endanum að byggja upp nægan þrýsting til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Hér er hlekkur á samantekt á við hverju má búast í næstaeldgos.

Lesa meira

Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun - 20.3.2025

Alls staðar í heiminum bera jöklar þess merki að loftslag er að hlýna vegna athafna mannkyns. Mælingar á magni koltvísýrings í lofti hafa verið gerðar á Mauna Loa á Hawaii síðan 1958 og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum frá árinu 1992 og eykst styrkur hans jafnt og þétt. Gildin sem nú mælast eru þau hæstu í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Yfirstandandi loftslagsbreytingar eru fordæmalausar og ískjarnarannsóknir á ísbreiðum Suðurskautslandsins og Grænlands sýna það vel.

Lesa meira

Jarðskjálftahrina í gangi við Reykjanestá - 13.3.2025

Um kl. 14:30 í gær hófst nokkuð áköf jarðskjálftahrina nærri Reykjanestá. Mestur ákafi var í hrinunni í upphafi þegar um 50 – 60 jarðskjálftar mældust fyrstu klukkustundirnar. Þegar leið á daginn dró úr virkninni, en jókst síðan aftur skömmu fyrir miðnætti þegar jarðskjálfti af stærð 3,5 varð. Eftir að virknin jókst aftur í gærkvöldi færðist virknin aðeins vestar eins og meðfylgjandi mynd sýnir, þar sem bláir hringir sýna staðsetningu skjálfta sem urðu í upphafi hrinunnar í gærdag en gulir og rauðir skjálftar sem síðan urðu seint í gærkvöldi og nótt.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Geimveðurspá

Eindastraumur frá sólu hefur áhrif á segulsvið jarðar. Spár um slíkan eindastraum eru kallaðar geimveðurspár og nýtast sem norðurljósaspár. Hér er birt ítarefni og nokkur geimveðurspárit í rauntíma.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica