Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og víða bjartviðri, en þokubakkar við austurströndina. Hiti 13 til 25 stig, hlýjast á Norðurlandi, en svalara í þokulofti.

Skýjað á morgun, en lengst af bjart á Norðurlandi. Hiti 8 til 24 stig, hlýjast í innsveitum fyrir norðan, en svalast í þokuloftinu. Dálítil væta sunnan- og austantil annað kvöld.

Spá gerð 15.07.2024 18:16

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Ragnar Stefánsson jarðsunginn í dag - 10.7.2024

Ragnar Stefánsson fæddist í Reykjavík þann 14. ágúst 1938. Hann lést á Landspítalanum þann 25. júní sl. á 86. aldursári. Alla starfsævi sína var meginverksvið Ragnars fólgið í vöktun á jarðskjálftum og eldgosum, sem og að rannsóknum sem höfðu það að markmiði að draga úr hættu af völdum þessara þátta. Á þessu sviði var hann í forystusveit á alþjóðlegum vettvangi.

Lesa meira

Stöðugt landris undir Svartsengi síðustu daga - 9.7.2024

Uppfært 9. júlí kl. 11:15

Það hafa mælst tæplega 20 jarðskjálftar yfir kvikuganginum, sá stærsti 1,3 að stærð vestan við Grindavíkurbæ. Þetta er svipuð virkni eins og hefur verið síðustu tvær vikur.

GPS aflögunargögn sýna að landris undir Svartsengi heldur áfram og er búið að vera á svipuðum hraða síðustu daga. Gervitunglamynd frá Sentinel 1 sem spannar tímabilið 25. júní - 7. júlí sýnir sama mynstur. Líkanreikningar byggðir á aflögunargögnum benda áfram til að kvikuinnstreymi sé meira nú en fyrir eldgosið 29. maí. Þessi gögn benda áfram til að annað kvikuhlaup og/eða eldgosi sé líklegt á næstu vikum eða mánuðum.

Lesa meira

Tíðarfar í júní 2024 - 4.7.2024

Júní var tiltölulega kaldur á landinu öllu, sérstaklega norðaustanlands. Nokkuð langvinnt norðanhret gekk yfir landið í byrjun mánaðar. Óvenjumikið snjóaði á norðanverðu landinu miðað við árstíma sem olli töluverðum vandræðum. Bændur lentu í tjóni, einhvað var um fugladauða og samgöngutruflanir voru á fjallvegum.


Lesa meira
Haettusvaedi_VI_24juni_2024

Mikilvægt að halda áfram þróun á aðferðafræði við gerð hættumats vegna eldgosavár - 28.6.2024

Samkvæmt lögum annast Veðurstofan rauntímavöktun á náttúruvá og skal gefa út viðvaranir og spár um yfirvofandi hættu af völdum m.a. jarðskjálfta, eldgosa og jökulhlaupa. Veðurstofan hefur einnig það hlutverk að vera yfirvöldum til ráðgjafar varðandi forvarnir og viðbrögð við náttúruvá. Hluti af því er að meta reglulega og veita upplýsingar um hættu vegna eldfjallavár líkt og í atburðarrásinni á Reykjanesskaga síðustu ár.

Lesa meira

Kallað eftir sérfræðingum á fund milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) - 25.6.2024

Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, kallar eftir því að aðildarríki og áheyrnaraðilar tilnefni sérfræðinga á fund þar sem drög verða lögð að útlínum aðferðarfræðiskýrslu um kolefnisföngun, -förgun, nýtingu og geymslu (e. Methodology Report on the Carbon Dioxide Removal Technologies and Carbon Capture Utilization and Storage). Lesa meira
HH_JH_HI_Celeste_2

Aðalritari Alþjóðaveðurfræði-stofnunarinnar (WMO) í heimsókn á Veðurstofu Íslands - 20.6.2024

Prófessor Celeste Saulo, nýkjörinn aðalritari Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) kom í heimsókn á Veðurstofuna þann 18. júní og hitti Hildigunni Thorsteinsson, nýráðinn forstjóra. Hún heimsótti m.a. eftirlitssal Veðurstofunnar þar sem Helga Ívarsdóttir, deildarstjóri Veðurspár og náttúruvöktunar, Óli Þór Árnason veðurfræðingur og Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur sögðu henni frá hinu veigamikla og yfirgripsmikla hlutverki sem vaktin sinnir allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

hvít og grá ský á dökkbláum himni

Grá eða hvít ský?

Ský endurkasta hluta af því ljósi sem á þau fellur, ljósið kemur ýmist beint frá sólu eða er endurkast frá himni, jörð eða öðrum skýjum. Ský, sem sólarljósið skín á, virðast oftast hvít, en önnur virðast grá. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica