Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðaustan 5-13 m/s og væta með köflum, en birtir upp á norðaustanverðu landinu á morgun. Hiti 6 til 12 stig í dag og heldur hlýrra á Norðausturlandi á morgun.
Spá gerð 25.04.2025 09:49

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Landris heldur áfram í Svartsengi en dregið hefur úr hraða þess - 22.4.2025

Uppfært 22. apríl kl: 11:50

Landris í Svartsengi heldur áfram, en töluvert hefur dregið úr hraða þess og er nú svipað og fyrir eldgosið sem hófst 1. apríl.  Á meðan að kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi þarf að reikna með endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni.

Veðurstofan heldur áfram að fylgjast með þróun kvikusöfnunarinnar og að meta mögulegar sviðsmyndir út frá nýjustu gögnum.

Lesa meira

ICEWATER verkefnið hafið - 9.4.2025

Um 80 manns tóku þátt á fyrsta fundi í ICEWATERverkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.

Lesa meira

Landris heldur áfram í Svartsengi - 8.4.2025

Uppfært 8. apríl kl. 15:10

Aflögunargögn sýna skýrt merki um að landris haldi áfram undir Svartsengi. Landris mælist nú hraðara en eftir síðustu eldgos. Það gæti skýrst af því hversu mikið rúmmál kviku fór úr kerfinu í þessum síðasta atburði.

Hins vegar er enn of snemmt að segja til um áframhaldandi þróun á hraða kvikusöfnunarinnar. Reynsla frá fyrri atburðum sýnir þó að hraði kvikusöfnunar minnkar yfirleitt eftir því sem líður á kvikusöfnunartímabilið milli gosa. Bíða þarf í allavega viku, mögulega nokkrar vikur, til að segja til um hvort og þá hversu mikið hraði kvikusöfnunar mun breytast.

Lesa meira

Bætt þjónusta Veðurstofu Íslands við útvarpshlustendur - 3.4.2025

Þann 1. apríl 2025 voru gerðar smávægilegar en gagnlegar breytingar á útvarpslestri veðurfrétta frá Veðurstofu Íslands á RÁS 1. Tímasetningar veðurfregna haldast óbreyttar, en innihaldið hefur verið tilsniðið til að veita hlustendum betri og markvissari þjónustu.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2025 - 3.4.2025

Mars var hlýr og hægviðrasamur um allt land. Úrkomulítið var norðaustanlands en úrkomusamara á vestanverðu landinu. Nokkuð sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hvassviðri í upphafi og lok mánaðar ollu vandræðum. Veðrinu þ. 3. og 4. fylgdu sjávarflóð á suðvesturhorni landsins, en þ.30 varð mikið þrumuveður á sunnanverðu landinu.

Lesa meira

Hvernig munu loftslagsbreytingar hafa áhrif á þitt nærsamfélag? - 2.4.2025

Loftslagsbreytingar hafa margvísleg áhrif á umhverfi og samfélög. Mikilvægt er að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um þróunina og hvað hún gæti þýtt fyrir nærumhverfi og lífsskilyrði.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Vetrarstillur á miðhálendinu

Vindkæling

Tölur sem lesnar eru af mæli segja varla hálfa sögu um það hversu mikið varmatap er hjá fólki úti við. En ekki er allt sem sýnist þegar litið er í kælitöflur.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica